Krossgötur – Opnun á sýningu 1. júlí

Arnar Steinn Pálsson sýnir, í Gallerí Tukt, verk eftir Rakka, draugur í Reykjavík sem tók sig til og skráði niður þær verur sem urðu á vegi hans á Krossgötum.

Flestum reynist erfitt að skrifa um Krossgötur eða útskýra þær. Krossgötur eru eins og ljóð sem missir þráðinn sinn hálfa leið í gegn. Eða saga sem byrjar efnileg en fer ekkert… Þær eru stöðnun í hugsun og hiksti í hugmynd… Líkt og draumur sem þú mannst ekki að morgni.

Komið og uppgötvið endurspeglun af broti úr öðrum heimi í Gallerí Tukt. Boðið verður upp á kaffi og kandí.

Opnun sýningarinnar verður á milli kl 16-18 laugadaginn 1. júlí. Í kjölfarið verður sýningin opin næstu 2 vikur.