UNGLIST – LISTAHÁTÍÐ UNGS FÓLKS – DAGSKRÁ

UNGLIST – LISTAHÁTÍÐ UNGS FÓLKUnglist, listahátíð ungs fólks er vettvangur fyrir ungt upprennandi listafólk þar sem skáldskapur og myndsköpun fá að flæða frjálst, í takti við tónlistarveislur, óheftan dans, lifandi leiklist og aðra viðburði þar sem sköpunargleðin er í öndvegi. Unglist er hátíð nýrra strauma og fjölbreytileika. Taktu þátt í ævintýrinu þér að kostnaðarlausu og njóttu töfra listarinnar á ókeypis viðburðum Unglistar!

Laugardagur 3. nóvember
I) Borgarleikhúsið, stóra svið @ 14:00
LÍFIÐ ER EKKI BARA LEIKUR HELDUR LÍKA DANS Á RÓSUM
Dansarar frá dansskólum Reykjavíkur og nágrennis sýna fjölbreytt og skemmtileg dansatriði
Heiðursgestir: Íslenski dansflokkurinn

II)Gallerí Tukt, Hitt Húsið @ 16:00 – 18:00
LISTIN BLÓMSTRAR Í BREIÐHOLTINU!
Opnun sýningar. Nemendur á listnámsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti sýna verk sín. Fjölbreytt sýning með erróum framtíðarinnar. Sýningin stendur fram til 18.11

III)Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnarsalur @ 20:00
„UMBREYTING“ Á FÖTUM, HÁRI OG SKARTI
Nemendur fataiðn, gull-og silfursmiða & hársnyrtideildar Tækniskólans ætla að sameina sköpunarkrafta sína og standa fyrir tískusýningu þar sem að þemað er „Umbreyting“ Nemendur á Fata og textilbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti taka einnig þátt í sýningunni.

Sunnudagur 4. nóvember
Dómkirkjan @ 20:00
HÆÐIRNAR LIFNA OG HLJÓMLIST ÓMAR!
Nemendur frá tónlistarskólum á höfuðborgarsvæðinu leiða þig inn í leyndardóma sígildrar tónlistar

Mánudagur 5. nóvember
Hitt Húsið,Pósthússtræti 3-5 @ 20:00
UNG OG KVIK
Sýning á stuttmyndum frá nemendum í Borgarholtsskóla

Þriðjudagur 6. nóvember
Þjóðleikhúskjallarinn@ 20:00
LEIKTU BETUR STELPA! LEIKTU BETUR STRÁKUR!
Enn og aftur keppa framhaldskólarnir í æsispennandi leikhússporti um það hverjir geta „Leikið betur“ vegna ástar á leiklistinni

Miðvikudagur 7. nóvember
Tjarnabíó @ 20:00
UNGLEIKUR
Ungleikur í samstarfi við Unglist = Sönn ást. Ungum skáldum, leikstjórum og leikurum gefst kostur á að rækta hæfileika sína, láta drauma sína rætast og sjá verk sín lifna á sviði

Fimmtudagur 8. nóvember
Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5 @ 17:15
AIRWAVES Á KANTINUM – OFF VENUE
200 MAFÍA, DARRI

Föstudagur 9. nóvember
Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5 @ 15:00
AIRWAVES Á KANTINUM – OFF VENUE
KLAKI, LJÓSFARI, MÓKRÓKAR, OMOTRAK, STURLE DAGSLAND

Laugardagur 10. nóvember
I)Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5 @ 13:45
STELPUSTUÐ Á AIRWAVES Á KANTINUM – OFF VENUE
ATERIA, BETWEEN MOUNTAINS, ELÍN SIF, HEKLA, JÓHANNA ELÍSA, RAVEN,

II)Hitt Húsið, Pósthússtræti 3 -5 @ 13:45 – 18:00
MYNDLISTAMARAÞON
Keppt í úthaldi, snerpu og listrænu innsæi. Skráning þátttakenda og afhending keppnisgagna
Sýning á myndverkum keppenda verður frá 13. nóvember til 24. nóvember
Verðlaunaafhending fer fram 24. nóvember kl. 15:00
Vegleg verðlaun frá Myndlistaskólanum í Reykjavík og Slippfélaginu

AÐGANGUR ÓKEYPIS-
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á
UNGLIST.IS OG HITTHUSID.IS
FACEBOOK.COM/UNGLIST/