Atvinna og stuðningur

Í Hinu Húsinu stendur ungu fólki ýmis ráðgjöf og stuðningur til boða. Þetta starf er í stöðugri mótun eftir þörfum í samfélaginu og hjá ungu fólki.

 

Í Hinu Húsinu getur þú fengið ókeypis atvinnuráðgjöf og ungt fólk á atvinnuleysisskrá getur einnig sótt vinnuúrræðanámsskeiðin Vítamín og Vinnustaðanám.

Nánar um Atvinnuráðgjöf

Við bjóðum ungu fólki á atvinnuleysisskrá á námskeið í samvinnu við Vinnumálastofnun. Tvennskonar námskeið eru í boði; hvata- og virkninámskeiðið Vítamín og námskeiðið Vinnustaðanám, þar sem lögð er áhersla á starfsþjálfun á vinnustaðNánar um Vítamín og vinnustaðarnám

Hitt Húsið er hér til að styðja þig!  Hvort sem þig vantar hjálp við að koma einhverri snilldarhugmynd í framkvæmd eða ert ringluð og veist ekkert hvað þú átt að gera í lífinu, þá getur starfsfólk Hins Hússins reynt að aðstoða.

Nánar um framkvæmd hugmynda

Vinfús er hópastarf fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára. Starfið er hugsað fyrir alla einstaklinga sem vilja kynnast nýju fólki og einnig þá sem hafa einangrast í skóla eða í öðrum félagslegum aðstæðum. Starfið gengur út á að skapa heilbrigðan grundvöll fyrir afþreyingu og skemmtanir.

Nánar um Vinfús

Jafningjafræðslan er skipuð ungu fólki sem fer og ræðir við annað ungt fólk um fíkniefni, sjálfsmyndina og lífið almennt.  Hugmyndafræðin er sú að ungt fólk nái betur til annars ungs fólks heldur en aðrir.

Nánar um Jafningjafræðsluna