Jafningjafræðslan

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]

Jafningjafræðslan

Ungur fræðir unga

Ekki drekka, ekki reykja, ekki dópa, ekki sofa hjá of ungur, ekki segja ráddi heldur réði, ekki horfa á klám, ekki slást…  Boðin og bönnin dynja á ungu fólki hvarvetna og oft er lítið rými fyrir skoðanaskipti eða samræður.  Jafningjafræðslan er skipuð ungu fólki sem fer og ræðir við annað ungt fólk um sjálfsmyndina og lífið almennt.  Hugmyndafræðin er sú að ungt fólk nái betur til annars ungs fólks heldur en aðrir.

Hópur ungs fólks af öllum toga

Jafningjafræðslan er skipuð hópi ungs fólks sem valið er úr fjölda umsókna með inntökuprófi og viðtali hvert sumar.  Ungmennin eru á aldrinum 17-21 árs, koma frá Reykjavík, Seltjarnarnesi og Kópavogi og hafa mjög fjölbreyttan bakgrunn og hæfileika.  Starfið er mjög krefjandi og fræðarar verða að vera vel í stakk búnir til að taka á móti fyrirspurnum af ýmsu tagi og þess vegna hljóta allir jafningjafræðarar þriggja vikna þjálfun áður en lagt er upp í fræðslu. Á undirbúningsnámskeiðinu fá fræðararnir fræðslu frá fagaðilum sem endurspeglar ungmennamenningu hvers tíma.  Ásamt því eru fræðarar þjálfaðir í raddbeitingu, framkomu og hvernig gott er að vinna með hópa og einstaklinga innan þeirra. Á undirbúningsnámskeiði Jafningjafræðslu Hins Hússins er meðal annars lögð mikil áhersla á almenna lýðheilsu, styrkingu sjálfsmyndar, neyslu áfengis-, tóbaks- og vímuefna, kynlíf og kynheilbrigði, líkamsvitund og virðingu, klám, réttindi ungs fólks, fíkn, geðheilsu og einelti svo eitthvað sé nefnt.

Fræðsla og vímulausar uppákomur

Jafningjafræðarar heimsækja félagsmiðstöðvar, grunn-, framhalds- og vinnuskóla með sérstaka fræðsludagskrá sem miðar að því að fræða önnur ungmenni um margvísleg málefni, svara spurningum og brjóta daginn upp með skemmtilegum og fræðandi hópeflisleikjum.  Lögð er áhersla á gildi góðrar sjálfsmyndar, heilbrigðan lífsstíl, ókosti vímuefnaneyslu og samskipti í raunheimum og á netmiðlum.

Sæktu um!

Jafningjafræðsla Hins Hússins auglýsir eftir ábyrgu, metnaðarfullu og skemmtilegu ungu fólki í sumarstarf. Starfið er lifandi, krefjandi og skemmtilegt. Frábært tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á að leggja sitt af mörkum og hafa góð áhrif út í samfélagið.
Á meðal verkefna Jafningjafræðslunnar er:

– Fræðslustarf meðal ungs fólks
– Vímulausar uppákomur
– Greinaskrif
– Vera jákvæð og góð fyrirmynd

Fyrir þá sem eru fæddir 1998, 1999 og 2000.
Sæktu um á starfavef Reykjavíkurborgar fyrir 27. mars!

[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/3″][vc_column_text]

Frekari upplýsingar veitir

[/vc_column_text][dt_teaser image_id=“14457″ image_alt=“Bogi Hallgrímsson“ style=“2″ content_size=“normal“ background=“fancy“]

Bogi Hallgrímsson

Verkefnisstjóri Jafningjafræðslu
S: 411-5532[/dt_teaser][vc_empty_space height=“15px“][dt_button link=“mailto:bogi@hitthusid.is“ button_alignment=“center“ color_mode=“default“ color=“#888888″]Bókaðu heimsókn frá jafningjafræðslunni[/dt_button][dt_button link=“http://reykjavik.is/sumarstorf?starf=00002098″ button_alignment=“center“ color_mode=“default“ color=“#888888″]Sæktu um![/dt_button][/vc_column][/vc_row]