Námskeið fyrir ungt fólk í atvinnuleit

Við bjóðum ungu fólki á námskeið í samvinnu við Vinnumálastofnun. Tvenns konar námskeið eru í boði; hvata- og virkninámskeiðið Vítamín og námskeiðið Vinnustaðanám, þar sem lögð er áhersla á starfsþjálfun á vinnustað

Vítamín –tækifæri fyrir unga atvinnuleitendur

Vítamín er 4 vikna námskeið fyrir ungt fólk á aldrinum 18 – 25 ára. Markmiðið er að styrkja og virkja þátttakendur og aðstoða þá við að uppgötva styrkleika sína og áhugasvið, finna út hvert þeir vilja stefna og kanna ólíkar leiðir.

Hvað er gert á Vítamíni?

Stuttar æfingar, lifandi fjármálafræðsla, hvernig koma megi hugmyndum í framkvæmd, tækifæri erlendis, atvinnuleit, skapandi hugsun, markmið, samvinna, og margt fleira.

Námskeiðið er í 4 vikur og er frá kl: 10:00 – 15:00 frá mánudegi til fimmtudags. Þátttakendur fá léttan hádegismat á meðan á námskeiðinu stendur.

Fyrir hvern?

18-24  ára ungmenni í atvinnuleit.

Tímalengd:

Námskeiðið er 4 vikur, kl: 10:00 – 15:00 frá mánudegi til fimmtudags.

Nánari upplýsingar veita:

Frímann Sigurðsson s: 411-5519

Elísabet Pétursdóttir s: 411-5517

Vinnustaðanám -alvöru reynsla hjá alvöru fyrirtækjum

Vinnustaðanám er tækifæri fyrir unga atvinnuleitendur til að fá starfsreynslu og þjálfun hjá fyrirtækjum og stofnunum.

Námskeiðið er fyrir ungt fólk á aldrinum 18-29 ára og er samvinnuverkefni Hins Hússins og Vinnumálastofnunar.

Námskeiðið er í heildina átta vikur og er þannig uppbyggt að fyrstu fjórar vikurnar koma þátttakendur á undirbúningsnámskeið í Hinu Húsinu. Í fjórðu vikunni er valinn starfsstaður með tilliti til óska þátttakandans, þar sem áhugasvið, menntun og reynsla er höfð til hliðsjónar. Starfsreynslan hefst í fimmtu vikunni og stendur í fjórar vikur. Þegar að starfsstaður er fundinn er gerður samningur við viðkomandi starfsstað og í kjölfarið kynnt verklag á eftirfylgd sem atvinnuráðgjafar Hins Hússins annast.

 

Fyrir hvern?

18-29 ára ungmenni í atvinnuleit.

Tímalengd:

Námskeiðið er 8 vikur, 4 í Hinu Húsinu og 4 í starfsnámi, 9:30-15:00, mán – fim, 9:30 – 12:00, fös.

Nánari upplýsingar veita:

Frímann Sigurðsson s: 411-5519

Elísabet Pétursdóttir s: 411-5517