Ungt tónlistarfólk athugið!

Við viljum vekja athygli ykkar á 4/4 tónleikaröð sem við hjá Hinu Húsinu stöndum fyrir. Tónleikarnir eru haldnir á hverjum laugardegi yfir vetrartímann og eru þeir haldnir í betri stofu hússins sem stendur á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis í miðbæ Reykjavíkur. Hverjum sem er á aldrinum 16-25 ára er boðið að koma og spila. Við sköffum öll tól og tæki (backline) og þarf aðeins að mæta með hljóðfæri. Á staðnum er flott hljóðkerfi og hjóðmanneskja sem sér um að allt „sándi“ vel. Tónleikarnir eru hugsaðir fyrir bönd og listamenn sem eru að stíga sín fyrstu skref sem
og þá sem vilja koma tónlist sinni á framfæri. Ókeypis er inn á alla viðburði í Hinu Húsinu.

Til að sækja um að halda tónleika í Hinu Húsinu þá þarf bara að fylla út stutta umsókn og við munum hafa samband. Endilega nýtið ykkur þetta tækifæri til að spila á tónleikum í góðum græjum á góðum stað.
Umsókn og frekari upplýsingar má nálgast hér og með því að hafa samband við Hitt Húsið.

[dt_button link=“http://hitthusid.is/menning/44-umsoknareydublad/“ target_blank=“false“ button_alignment=“default“ animation=“fadeIn“ size=“medium“ style=“default“ bg_color_style=“default“ bg_hover_color_style=“default“ text_color_style=“default“ text_hover_color_style=“default“ icon=“fa fa-chevron-circle-right“ icon_align=“left“]Óska eftir að spila á 4/4[/dt_button]

Framandi og framsækið Hip-Hop í Hinu Húsinu

Á laugardaginn kemur verða hér í Upplýsingamiðstöðinni tónleikar þar sem ungur og upprennandi rappari og listamaður Josh Jallow mun flytja lög eftir sjálfan sig sem og eftir aðra.

Tónleikarnir munu fara fram milli 15-17 og verðu þar hægt að heyra framandi og framsækna hip hop músík frá heimshornum sem oft verða útundan í meginstraumi ljósvakamiðla. Við hvetjum sem flesta til að mæta en minnum að sjálfsögðu einnig á úrslitakvöld Músíktilrauna sem hefjast kl 17:00 í Norðurljósasal Hörpu.

FjórirFjórðu tónleikaröðin, fer aftur af stað á morgun , laugardaginn 17. janúar 2015!

FjórirFjórðu er vettvangur fyrir ungt tónlistarfólk að troða upp og hefur aðsóknin verið frábær hingað til og því flott tækifæri fyrir bönd sem ætla að taka þátt í Músíktilraunum.
Endilega sækið um sem fyrst því giggin eru fljót að fjúka!
Sendið póst á asa@hitthusid.is

Skráning fyrir Músíktilraunir fer síðan fram 23.febrúar-8.mars. 2015.
Nánari upplýsingar á www.musiktilraunir.is