VÆNGJASLÁTTUR 13. JÚLÍ / FINAL FESTIVAL 13TH OF JULY

Á morgun, fimmtudag á milli kl. 16 og 18 munu listhópar og götuleikhús Hins Hússins fara á stjá í miðbænum í síðasta skipti í sumar á Vængjaslætti. Næst verða hóparnir fyrir utan Hitt Húsið á Menningarnótt þann 19. Ágúst.

 

Það verður virkilega skemmtilegt að fylgjast með hópunum á morgun sem hafa verið að þróa listform sitt síðustu vikurnar. Það verður m.a. tónlist, gjörningalist og myndlist í boði og örugglega eitthvað fyrir alla.

English

Tomorrow Hitt Húsið’s creative summer groups have their final festival between 4 and 6 p.m. It will be fun to witness what they have been working on for the past weeks. Here is how the groups will spread out in the centre tomorrow

enska

Föstudagsfiðrildi 7. júlí / Fantastic Friday July 7th!

Götuleikhús og Listhópar Hins Hússins fara á stjá í síðasta skipti á föstudegi í sumar milli 12 og 14!

Ekki missa af hádegisdeitinu við listaguðina!

/

Hitt Húsið’s Street Theatre and Creative Summer Groups will be out and about city centre between 12 and 2 p.m.

Don’t miss your lunch date with the muse of art!

English schedule below

ens

Dagskrá Föstudagsfiðrildi 30. júní

30 júní

Á döfinni hjá menningardeildinni/Upcoming events

Föstudagsfiðrildi – Fantastic Friday

Listhópar Hins Hússins og Götuleikhúsið bregða á leik í miðborginni milli 12 og 14

Hitt Húsið Creative Summer Groups and Street Theatre perform in the City Centre from 12 to 2 p.m.

Dagsetningar – Dates:

30. júní/June 30th

07. júlí/ July 7th

Föstsudagsfiðrildi 9. júní

 

FÖSTUDAGSFIÐRILDI

LISTHÓPA OG GÖTULEIKHÚS HINS HÚSSINS

9.JÚNÍ 2017 KL:12:00.-14:00.

 

LAUGAVEGUR 21 – KAFFIBRENNSLAN

Baldur Dýrfjörð mun leika á fiðlu ýmist popp, djass og jafnvel smá rokk til að kæta gesti og gangandi í miðborginni

LAUGAVEGUR 18 – MÁL & MENNING OG EYMUNDSSON AUSTURSTRÆTI

Dúóið Ýr og Agga munu gleðja gesti og gangandi með léttum lögum og ljúfum tónum en þær koma fram í Bókabúð Máls og menningar kl. 12 og í Eymundsson Austurstræti kl. 13

 

LAUGAVEGUR 3 – DUNKIN DONUTS

Miðbæjarkvartettinn ætlar að syngja íslensk söng og dægurlög fyrir gangandi vegfarendur. Þau eru að finna í portinu við hliðina á Dunkin Donuts Laugarvegi

 

BERNHÖFTSTORFA

Tónsion flytur vegfarendum borgarinnar athyglisverð myndbönd í bland við rafmagnaða og lifandi tóna, af mikilli tilfinningu

 

LÆKJARTORG

RASK kannar hljóðheim handgerðra skúlptúra með snertihljóðnemum og hljóðvinnslu í lifandi flutningi. Hljóðskúlptúrinn verður opinn fyrir þá sem vilja prófa

 

PÓSTHÚSSTRÆTI 3-5 – HITT HÚSIÐ

PASHN er rafhljómsveit skipað af Ragnhildi Veigarsdóttur og Ásu Bjartmarz. Þær frumflytja nýtt efni fyrir framan Hitt Húsið

 

AUSTURVÖLLUR

Adolf Smári – Sumarið er tíminn

Ritsveinn á rápi – Mótmælum óréttlætinu!

 

INGÓLFSTORG

Haltu Takti verða með hip-hop tónleika á Ingólfstorgi

Götusól ætlar að kríta með ykkur á Ingólfstorgi

 

HÉR OG ÞAR OG ALLS STAÐAR

GÖTULEIKHÚS HINS HÚSSINS – Raddir í loftinu á sveimi í miðbænum

Tvíeykið RUSL tínir upp rusl af götum Reykjavíkur og hannar úr því hátískufatnað og aukahluti

 

 

FANTASTIC FRIDAY

HITT HÚSIÐ STREET THEATRE AND

CREATIVE SUMMER GROUPS

9.JUNE 2017 AT 12:00 TO 2:00 PM.

 

LAUGAVEGUR 21 – OUTSIDE KAFFIBRENNSLAN CAFE

Baldur Dýrfjörð will tune his strings on Laugarvegur and play some pop, jazz and even rock on his violin to cheer up the people walking by

 

LAUGAVEGUR 18 –MÁL & MENNING & EYMUNDSSON AUSTURSTRÆTI

The Duo Ýr and Agga will play light and joyful music at the bookstores Mál og menning at 12 noon and Eymundsson (Austurstræti 18) at 1 p.m.

LAUGAVEGUR 3 – DUNKIN DONUTS

Miðbæjarkvartettinn (The Downtown Quartet) will be performing and singing popular Icelandic songs for you and your friends

 

BERNHÖFTSTORFA

Tónsion brings inspiring visual art together with electric and live music to the bypassers

 

LÆKJARTORG

RASK explores the sonic image of sculptures with contact microphones and live audio processing. The sculpture will be open for interaction in between performances

HITT HÚSIÐ – PÓSTHÚSSTRÆTI 3-5

PASHN (pronounced like ‘passion’) is an electronic duo formed by Ragnhildur Veigarsdóttir and Ása Bjartmarz. They will perform new electric tunes outside Hitt Húsið

 

AUSTURVÖLLUR

Adolf Smári – Summer in the city

Ritsveinn á rápi (Writer on a stroll)  – Lets fight the injustice!

 

INGÓLFSTORG

Haltu Takti will be performing some hip-hop music down at Ingólfstorg

Götusól is going to chalk with you at Ingólfstorg

 

HERE, THERE AND EVERYWHERE IN DOWNTOWN REYKJAVÍK

RUSL (TRASH) is an Icelandic fashion design duo that will be spending the summer picking up trash from the streets of Reykjavík and desiging clothes

and accessories

Hitt Húsið Street Theatre – Voices in the air around midtown

LISTHÓPAR OG GÖTULEIKHÚS HINS HÚSSINS Á MENNINGARNÓTT 2016

LISTHÓPAR OG GÖTULEIKHÚS HINS HÚSSINS

Á MENNINGARNÓTT 2016

DAGSKRÁ FRÁ KL. 13:45 – 17:25

A-PLAN SÓL – ÚTI Á HORNINU HJÁ H.H  AUSTURSTR-PÓSTHÚSSTR.

B-PLAN RIGNING/ROK – UPPLÝSINGARMIÐSTÖÐ HINS HÚSSINS

 

13:45 – 14:05 GÖTULEIKHÚS HINS HÚSSINS

Götuleikhúsi-

GÖTULEIKHÚS HINS HÚSSINS mun færa borgarbúum spænska ástríðu með túlkun sinni á ljóði

eftir Pablo Neruda.

Götuleikhúsið hefur skapað sér sérstöðu með metnaðarfullum og myndrænum uppákomum

 sem breyta sýn vegfarenda á umhverfi, líf og list.

Leikstjóri: Jón Gunnar Þórðarson. Búningahönnuður: Aldís Davíðsdóttir

Götuleikarar: Bjartur Örn Bachmann, Ívar Ölmu Hlynsson, Jón Gunnar Stefánsson, Kristrún Kolbrúnardóttir, Margrét Andrésdóttir, María Kristín Árnadóttir, Óðinn Ásbjarnarson,

Sóley Anna Benónýsdóttir, Unnur Agnes Níelsdóttir.

14:00 – 15:00 REYKJAVÍK PORTRAIT

Reykjavík Portrait

Halldór Kristjánsson í REYKJAVÍK PORTRAIT teiknar fallegar og persónulegar andlitsmyndir af vegfarendum sem þeir fá að taka með sér heim.

 

14:00-15:00 GARNABARN

Garnabarn

Garnabarnið Rakel Andrésdóttir gerir prjónalist

 

14:10 – 14:30 HLJÓMSVEITIN MARA

Hljómsveitin Mara1

Hljómsveitin MARA spilar frumsamin lög innblásin af íslenskum þjóðsögum og þjóðsagnaverum.

Elín Sif halldórsdóttir, Ragnhildur Helgadóttir og Ýmir Gíslason skipa Hljómsveitina Möru.

 

14:35 – 14:55 BJARMI

Bjarmi1Bjarmi Hreinsson spilar þekkt nútíma popplög á harmoniku.

15:00 – 15:20 FEMPROV

FemprovFemprov sýnir myndband byggt á sögum varðandi kynjamisrétti í daglegu lífi. Hildur Ýr Jónsdóttir,

Jökull Smári Jakobsson og Júlíana Kristín Jónsdóttir skipa sviðslistahópinn Femprov

 

15:25 – 15:45 VÍKURHLJÓÐ

Víkurhljó-Þorsteinn Eyfjörð í Víkurhljóð mun búa til hljóðmynd af borgalífinu

15:50 – 16:10 GULLI BJÖRNSSON

Gulli BjörnsGulli Björnsson frumflytur sýna eigin tónsmíð ‘3 Requiems for Melted Glaciers’ fyrir gítar, rafhljóð og vídjó. Verkið er óður til þriggja jökla sem að nýverið bráðnuðu.

16:15 – 16:35 ANDARTAK

AndartakÁrni Beinteinn og Rakel Björk Björnsdóttir skipaTónlistarhópinn Andartak og munu þau flytja þekktar íslenskar perlur.

16:40 – 17:00 VENTUS BRASS

Ventus BrassVentus Brass . fimm manna málmblásturshópur spilar ljúfa tóna fyrir gesti og gangandi hjá Hinu Húsinu. Hópinn skipa þau Ásgrímur Ari Einarsson, Birgitta Björg Guðmarsdóttir, Þórður Hallgrímsson, Jón Arnar Einarsson og Þórunn Eir Pétursdóttir.

17:05 – 17:25 TÓNSLIT

TónslitHákon Jóhannesson og Tryggvi Björnsson í Tónslit leika léttan djass og róa taugar miðbæjargesta.

ANNAÐ:

 

13:30 – 13:45 „Skögla“

thorgrimurbw„Skögla“ Þorgrímur Kári Stefánsson les brot úr skáldsögu sinni

Rithöfundurinn og teiknarinn Þorgrímur Kári Snævarr mun lesa brot úr væntanlegri skáldsögu sinni, “Skögla: Helreið Nýráðs um Jötunheima,” sem kemur út þann fyrsta október í útgáfu bókafélagsins Óðinsauga. Verkið er fyrsta skáldsaga Þorgríms og fjallar um ýmsar gleymdar og sjaldséðar persónur úr goðafræði handritum eins og Snorra-Eddu og Völuspá

13:30 – 17:00 Gallerí Tukt -Hitt Húsið

Borgarbörn er samsýning ungra listamanna á myndverkum sem tengjast menningu Reykjavíkur og hvernig þeir upplifa borgina. Markmiðið er að sýna að fallegt myndefni er ekki aðeins að finna í fjöllum og dölum og úti í sveit heldur er hún líka allstaðar í litla samfélaginu okkar.

15 manna hópur listafólks á vegum Hins Hússins í Lettlandi

Hljómsveitirnar Milkhouse og Muscycle ásamt götuleikurum úr Götuleikhúsi Hins Hússins taka flugið n.k. sunnudag til Kuldiga í Lettlandi til að leika listir sínar.  Þau eru þátttakendur í samvinnuverkefni á milli Íslands, Sviðþjóðar, Noregs og Lettlands sem styrkt er af Nordbuk og Latvia Cultural Capital Fund.

Verkefnið „Project Eco Art Symposium, „ART TO TRY“ hefur að markmiði að stefna saman í Kuldiga í Lettlandi ungum upprennandi listamönnum  frá löndunum fjórum sem koma til með að vinna að list sinni þar sem útgangspunkturinn í listsköpuninni verður umhverfismál og endurvinnsla. Unnið verður í tveimur samhliða listsmiðjum, annarsvegar list og hönnun og hins vegar tónlist og hreyfingu. Lokaniðurstaða smiðjanna verður síðan frumflutt fyrir áhorfendur á menningarhátíð í Kuldiga þann 16.júlí.

NORD_BUK_GB_RGB300

Föstudagsfiðrildi 24. júní

Á morgun föstudaginn 24. júni fara fram Föstudagsfiðrildi Hins Hússins. Á Föstudagsfiðrildunum fara Listhópar og Götuleikhús Hins Hússins út í borgarlífið og bera afurðir sínar á borð borgarinnar. Dagskráin er eftirfarandi en Listhóparnir og Götuleikhúsið verða að frá 12:00 -14:00. Við hvetjum ykkur til að taka ykkur gott rölt í hádegispásunni og kíkja á þessa ungu og hæfileikaríku listamenn.

FÖSTUDAGSFIÐRILDI

LISTHÓPA OG GÖTULEIKHÚS HINS HÚSSINS

24.JÚNÍ 2016 KL:12:00.-14:00.

LAUGAVEGUR 23 – MACLAND

VÍKURHLJÓÐ sýnir myndbandsverk í búðarglugga Maclands sem kannar tengingu umhverfisins við hljóðbylgjur.

LAUGAVEGUR 21 – KAFFIBRENNSLAN

Halldór Kristjánsson í REYKJAVÍK PORTRAIT teiknar fallegar og persónulegar andlitsmyndir af vegfarendum hjá Kaffibrennslunni sem þeir fá að taka með sér heim.

LAUGAVEGUR 18 – MÁL OG MENNING

RAKEL BJÖRK – Rakel Björk Björnsdóttir mun gleðja vegfarendur með ljúfum söng.

BANKASTRÆTI 14 – THE DELI

Hljómsveitin MARA spilar frumsamin lög innblásin af íslenskum þjóðsögum og þjóðsagnaverum.

LÆKJARBREKKA

Félagarnir í TÓNSLIT leika léttan djass og hressan blús. Tilvalið tækifæri fyrir gangandi gesti til að slaka á, hlusta á ljúfa tóna og njóta dagsins.

BANKASTRÆTI

GÖTULEIKHÚS HINS HÚSSINS Gamla fólkið hlúir að góðri framtíð.

AUSTURSTRÆTI

FEMPROV verður með gjörning sem ætlað er að vekja athygli á staðalímyndum kynjanna.

HITT HÚSIÐ – PÓSTHÚSSTRÆTI 3-5

GARNABARNIÐ Rakel verður með garnagjörning hjá Hinu húsinu.

AUSTURVÖLLUR – HÓTEL BORG

Gítarleikarinn og tónskáldið GULLI BJÖRNS leikur frumsamda tónlist í bland við raftónlist og spuna á gítar og fartölvu.

AUSTURVÖLLUR

BJARMI leikur á harmoniku nýlega popptónlist sem allir þekkja í útsetningu sem enginn hefur heyrt áður.

Á FERÐINNI FRÁ LAUGAVEGI 10 OG NIÐUR AÐ LÆKJARTORGI

VENTUS BRASS spilar ljúfa tóna fyrir gesti og gangandi.

 

#fantasticfriday

#hhhusid

FANTASTIC FRIDAY

HITT HÚSIÐ STREET THEATRE AND CREATIVE SUMMER GROUPS

24.JUNE 2016 AT 12:00 TO 2:00 PM.

 

LAUGAVEGUR 23 – MACLAND STORE WINDOW

VÍKURHLJÓÐ exhibits a video that explores the connection between our surroundings and sound waves.

LAUGAVEGUR 21 – KAFFIBRENNSLAN

Halldór Kristjánsson in REYKJAVÍK PORTRAIT shows his artistic skills in drawing and provides pedestrians with beautiful and personal portraits.

LAUGAVEGUR 18 – MÁL OG MENNING

RAKEL BJÖRK – Rakel Björk Björnsdóttir cheers pedestrians and guests outside Mál & Menning with her soothing voice.

BANKASTRÆTI 14 – THE DELI

The Band MARA will play original music and songs inspired by Icelandic sagas and their mythological creatures.

LÆKJARBREKKA

TÓNSLIT  team up to play smooth jazz and lively blues.

BANKASTRÆTI

Hitt húsið Street Theatre Spirits of the past water the flowers with the hope of a bright future.

AUSTURSTRÆTI

FEMPROV will perform an act that aims to explore how society views gender stereotypes.

 

HITT HÚSIÐ – PÓSTHÚSSTRÆTI 3-5

GARNABARN (e. Yarn Baby) shows the art of knitting.

AUSTURVÖLLUR – HÓTEL BORG

Guitarist and composer GULLI BJÖRNS ( e. GHOUL BEAR) plays his original music mixed with electro vibes and improvisation on guitar and laptop.

AUSTURVÖLLUR

BJARMI will play some of the most memorable hits of today in a way you‘ve never heard them before.

FROM LAUGAVEGUR 10 DOWN TO LÆKJARTORG

VENTUS BRASS plays soothing brass music for guests and bypassers.

 

#fantasticfriday

#hhhusid

Sumarstörf í Hinu Húsinu 2016

Hitt Húsið er stórskemmtilegur vinnustaður.  Þar er alls konar fólk sem starfar við alls konar verkefni.  Hvernig væri að þú starfaðir með okkur í sumar?  Við bjóðum einnig upp á atvinnuráðgjöf og aðstoð við ferilskrárgerð.  Nánari upplýsingar um atvinnuráðgjöf er að finna undir „atvinna og stuðningur“ í hliðarstiku.

Í ár auglýsum við eftir fólki í 5 tegundir af störfum. Allar upplýsingar um þau störf má finna á umsóknar vef um sumarstörf Reykjavíkuborgar http://reykjavik.is/sumarstorf

Götuleikhús Hins Hússins

Skapandi, skemmtilegt en jafnframt krefjandi starf fyrir opna og frjóa umsækjendur sem hafa áhuga á leiklist og þora að henda sér út í djúpu laugina. Starfsmenn Götuleikhúss Hins Hússins starfa undir stjórn faglegs leikstjóra að sýningum sem haldnar eru á götum og torgum borgarinnar. Götuleikhúsið er starfrækt í 8 vikur yfir sumartímann. Starftímabilið er frá 30.05 – 22.07. 2016

Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 17 til 25 ára og hafa lögheimili í Reykjavík.

Nánar um starfið

 

Listhópar Hins Hússins

Ungu fólki gefst kostur á að sækja um og  koma með hugmyndir að skapandi verkefnum og valdir hópar eða einstaklingar fá síðan tækifæri til að vinna að hugmyndum sínum í átta vikur.  Þessi verkefni eru afar fjölbreytt, skapandi og skemmtileg og eru sýnileg vegfarendum Reykjavíkurborgar.

Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 17 til 25 ára og hafa lögheimili í Reykjavík.

Nánar um starfið

 

Jafningjafræðslan

Jafningjafræðarar heimsækja félagsmiðstöðvar, grunn-, framhalds- og vinnuskóla með sérstaka fræðsludagskrá sem miðar að því að fræða önnur ungmenni um margvísleg málefni, svara spurningum og brjóta daginn upp með skemmtilegum og fræðandi hópeflisleikjum.  Lögð er áhersla á gildi góðrar sjálfsmyndar, heilbrigðan lífsstíl, ókosti vímuefnaneyslu og samskipti í raunheimum og á netmiðlum.  Starfið er mjög krefjandi og fræðarar verða að vera vel í stakk búnir til að taka á móti fyrirspurnum af ýmsu tagi og þess vegna hljóta allir jafningjafræðarar þriggja vikna þjálfun áður en lagt er upp í fræðslu.

Fyrir þá sem eru fæddir 1997, 1998 og 1999.  Starfið fer fram á tímabillinu: 23.maí – 15.Júlí 2016

Nánar um starfið

 

Sumarstörf fyrir ungmenni með fötlun

50% starf í 5 vikur, fyrir eða eftir hádegi.

Starfið felst í almennum garðyrkjustörfum.

Hæfniskröfur: Að ungmennið geti unnið í hóp með leiðbeinanda og þurfi litla sem enga aðstoð við daglegar athafnir.

Fyrir ungmenni fædd árin 1996, 1997, 1998 eða 1999.

Nánari upplýsingar: fyrir hádegi eftir hádegi 

 

Skráning umsækjenda hjá íþrótta- og æskulýðsfélögum

Starf hjá íþrótta- og æskulýðsfélögum, sem oft felur í sér að vera leiðbeinandi á námskeiðum fyrir börn.  

Ekki er nóg að sækja um starfið á vef borgarinnar, heldur þarf einnig að sækja um hjá viðkomandi félagi.  Þetta form er í raun skráning.

Vinsamlegast takið fram hvaða íþrótta- eða æskulýðsfélag er um að ræða í „Athugasemdir“ – undir „Annað“.

Nánar um starfið

 

 

Uppi í fjalli að tína grjót með afa

Uppi í fjalli að tína grjót með afa

Hljómsveitin Muscycle rokkaði ruslið á götum Reykjavíkurborgar síðastliðið sumar, en bandið var einn af listhópum Hins Hússins.

Þær Sóley Sigurjónsdóttir og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir eru listakonur á mörgum levelum.  Sóley var að klára MH, spilar á selló og er að byrja í tónsmíðum í LHÍ.  Sólrún er fiðluleikari og myndlistarkona sem finnst gaman að sigla seglbátum.  Sólrún og Sóley unnu í sumar við það að spila á rusl.  Já, þú last rétt; rusl.  Þær voru meðlimir í Muscycle, einum af listhópum Hins Hússins.  Ég settist niður með þeim í Upplýsingamiðstöð Hins Hússins og spjallaði við þær um lífið og listina.

 

Hvernig kom það til að þið sóttuð um í listhópa Hins Hússins?
SS: Ég læt hugann flakka svo mikið þegar ég er í tónlistarsögutímum og fæ svo margar hugmyndir. Hugmyndin um að spila á endurunnin hljóðfæri var ein af hugmyndunum sem ég fékk, svo ég fékk hina með mér og við útfærðum hana. Það er svo mikið af skrítnu dóti sem verið er að gera í raftónlist.
SY: Svo fannst okkur bara spennandi að vinna við eitthvað skapandi og skemmtilegt í sumar. Ef maður fær tækifæri til þess að sinna sköpuninni allan daginn verður það meiri alvara; -ekki bara hobbí.
SS: Við þekkjumst öll úr MH-kórnum. Nema Guðmundur. Við þekktum hann ekki neitt.
SY: Hann addaði mér bara óvart á facebook fyrir löngu og ég sá að hann var að gera eitthvað með tónlist. Við vorum búin að spyrja fullt af fólki hvort það vildi vera með, af því að okkur fannst vanta einn í viðbót. Og svo bara spurðum við hann tveimur dögum fyrir umsóknarfrest og hann var til!

Þið kusuð að endurvinna öll hljóðfærin úr rusli eða hlutum sem ekki var verið að nota lengur. Eruð þið miklir náttúruvinir?IMG_3238
SS: Við erum í það minnsta öll grænmetisætur, nema einn, sem tengist umhverfisvernd og -vitund mjög mikið. Svo erum við báðar mjög duglegar að flokka! Það er eitthvað svo fáránlegt hvað það er mikið af rusli sem fellur til. Af hverju eru svona miklar umbúðir utan um mat? Af hverju eru plastumbúðir utan um límbandsrúllur?
SY: Ein kona benti okkur á að það þyrfti ekki að framleiða neitt meira. Við þyrftum bara að finna út hvernig við gætum nýtt allt sem við erum búin að framleiða. Þannig að í sumar vorum við orðin svolítið klikkuð; -bankandi í allt sem við sáum, til að heyra hvernig það hljómaði.
SS: Fólk er svo fljótt að afskrifa eitthvað sem ónýtt.
SY: Ef það vantar einn fót á gamlan sófa þá er hann sagður ónýtur. En nei, hann er ekki ónýtur, það þarf bara að laga hann.

Hvers konar tónlist spilar maður á rusl?
SS: Trash metal! Nei, það er sko til. En við vorum að spila popplög, aðallega ábreiður. Eitthvað grípandi til að vekja athygli.
SY: Þetta voru aðallega rythmahljóðfæri, ekki svo mikið af melódískum hljóðfærum, svo við þurftum að velja lög sem féllu vel að því.

Þið spiluðuð á Föstudagsfiðrildum Hins Hússins sem eru sameiginlegar götuhátíðir listhópanna. Spiluðuð þið á öðrum stöðum?
SY: Já, á Selfossi á götuhátíð!
SS: Nokkrum sinnum niðri í bæ, á leikskólum og á elliheimilum. Fyrsti leikskólinn var erfiðasti staðurinn sem við spiluðum á. Hefðum þurft að ákveða meira fyrirfram hvað við ætluðum að spila og í hvaða röð. Krakkar eru svo óþolinmóðir.
SY: Þegar það er þögn stara þau bara. Og við störum á móti.
SS: Sumir krakkarnir voru mjög áhugasamir og vildu taka þátt, á meðan aðrir nenntu þessu alls ekki.
SY: Gamla fólkið var líka svona. Sum voru spennt og vildu spila með. Áhorfendum er velkomið að prófa að spila á hljóðfærin. Það er ekki eins og þau geti skemmt eitthvað, þetta er rusl nú þegar. Nema einn strákur á leikskóla. Hann ætlaði að borða gulrótarflautuna.
Þið gerðuð flautu úr gulrót, flautuhljómborð úr flöskum og vindsængurpumpu og ýmislegt fleira. Hver voru uppáhalds–hljóðfærin ykkar?
SS: Röramarimban. Við röðuðum upp plaströrurum og smíðuðum kjuða úr sólaefni undan sandölum.
SY: Mitt uppáhaldshljóðfæri var trommusettið. Það var bara svo frábært, smíðað úr Kópal-málningarfötum og Herbalife-dollu. Hver hefði trúað því að Herbalife gæti hljómað svona vel?
SS: Og svo líparítið. Líparít er steinategund sem hljómar mjög vel.
SY: Við fengum meðal annars að kíkja í slagverksher–bergið hjá Sinfó þar sem Steef sýndi okkur steinhörpu. Við töluðum líka við tvo jarðfræðinga sem við þekktum.
SS: Afi kom líka með okkur upp í fjall að tína líparít.

IMG_4547-001Hvernig voru viðtökurnar? Var fólk að fíla ruslauslann?
SY: Fólk tók okkur merkilega vel. Útlendingarnir vildu reyndar alltaf skemma hljóminn í krukkunum okkar með því að setja klink í þær. Það var reyndar bara fallegt af þeim.
SS: Ég man vel eftir 17. júní. Þá voru hljóðmennirnir mjög ráðvilltir yfir öllum ruslahljóðfærunum okkar og kynnirinn var ekki sérlega peppaður og sagði: ,,Hér er fullt af rusli. Þetta verður örugglega áhugavert”. Hann vissi greinilega ekkert við hverju hann ætti að búast. En svo eftir á fannst honum þetta geggjað.
SY: Fólk veit ekkert við hverju það á að búast, en svo er það ánægt af því að þetta hljómar í alvöru vel. Kannski af því að við höfum talsverða reynslu úr tónlist.

Var sumarið lærdómsríkt?
SS: Já, maður er kannski með stórar hugmyndir en nær ekki alveg að framkvæma þær allar. Á fyrsta Föstudagsfiðrildinu vorum við ekki búin að æfa nóg og eftir settið voru hljóðfærin komin í mikið vesen.
SY: Til dæmis balabassinn, sem var mjög töff gerður úr fötu og bala úr áli, en það var vonlaust að spila á hann lengi.
SS: Guðmundur gerði til dæmis mjög flott hljóðfæri; svona kókdósa-steel-drum úr áldósum sem hann hafði beyglað. Eftir fyrstu tónleikana var hljóðfærið samt alveg ónýtt og hann þurfti að búa það til upp á nýtt.

Hver er svo framtíð ruslasveitarinnar Muscycle og meðlima hennar?
SS: Við spilum örugglega eitthvað í vetur. Við erum með einhver gigg bókuð.
SY: Meira að segja eitt ár fram í tímann!
SS: Annars sjáum við bara til hvað verður.
SY: Ég sá þetta nú upphaflega bara sem sumarstarf, en það gæti vel verið að þurfum að halda eitthvað áfram.
SS: Annars ætla ég bara að verða listakona. Örugglega tónlistarkona.
SY: Já, ég ætla líka að verða listakona. Ég veit ekkert hvernig list. Kannski verður komin einhvers konar önnur list í framtíðinni.

 

Greinin birtist fyrst í Hitt Magazín.

Vængjasláttur – Lokahátíð listhópa Hins Hússins

 

Listhópar Hins Hússins (Föstudagsfiðrildin) ásamt Götuleikhúsinu, hafa skemmt gestum og gangandi víðsvegar um miðborgina á föstudögum í sumar. Næsta fimmtudag, þann 16. júlí, verður Vængjasláttur haldin – en það er lokahátíð þessa sumarstarfs. Hátíðin mun fara fram á milli kl 16:00 og 18:00 og verða þá þessir hópar að skemmta víðsvegar um miðborgina.

Dagskrá

[event_embed category=“vaengjaslattur-17-juli“]

 

[dt_button size=“medium“ style=“default“ animation=“none“ color_mode=“default“ icon=““ icon_align=“right“ color=““ link=“http://hitthusid.is/vidburdir/flokkur/menning/fostudagsfidrildi/map/“ target_blank=“true“]Skoða alla dagskrá[/dt_button]

Láttu Föstudagsfiðrildin ekki framhjá þér flögra!

Kæru Reykvíkingar!

Menningarborgin Reykjavík blómstrar á sumrin.  Listhóparnir ætla að gleðja gesti og gangandi og því tilvalið að fá sér ís og rölta um bæinn og gæða sér á list og rjóma.

Kynntu þér dagskrána


Föstudagsfiðrildi og 18°c

Listhópar Hins Hússins og Götuleikhúsið verða að skemmta víða um miðborgina, föstudaginn nk. milli klukkan 12.00 og 14.00. Að auki hafa veðurguðirnir lofað okkur í það minnsta 18°C hita!

Kynntu þér dagskrána

[event_embed category=“10-juli“]

[dt_button size=“medium“ style=“default“ animation=“none“ color_mode=“default“ icon=““ icon_align=“right“ color=““ link=“http://hitthusid.is/vidburdir/flokkur/menning/fostudagsfidrildi/map/“ target_blank=“true“]Skoða alla dagskrá[/dt_button]

 

 

 

 


Sumarstörf í Hinu Húsinu 2015

Jafningjafræðarar

Hitt Húsið er stórskemmtilegur vinnustaður.  Þar er alls konar fólk sem starfar við alls konar verkefni.  Hvernig væri að þú starfaðir með okkur í sumar?  Við bjóðum einnig upp á atvinnuráðgjöf og aðstoð við ferilskrárgerð.  Nánari upplýsingar um atvinnuráðgjöf er að finna undir „atvinna og stuðningur“ í hliðarstiku.

Jafningjafræðslan

Jafningjafræðarar heimsækja félagsmiðstöðvar, grunn-, framhalds- og vinnuskóla með sérstaka fræðsludagskrá sem miðar að því að fræða önnur ungmenni um margvísleg málefni, svara spurningum og brjóta daginn upp með skemmtilegum og fræðandi hópeflisleikjum.  Lögð er áhersla á gildi góðrar sjálfsmyndar, heilbrigðan lífsstíl, ókosti vímuefnaneyslu og samskipti í raunheimum og á netmiðlum.  Starfið er mjög krefjandi og fræðarar verða að vera vel í stakk búnir til að taka á móti fyrirspurnum af ýmsu tagi og þess vegna hljóta allir jafningjafræðarar þriggja vikna þjálfun áður en lagt er upp í fræðslu.

Fyrir þá sem eru fæddir 1996, 1997 og 1998.

[dt_button size=“small“ style=“default“ animation=“none“ color_mode=“default“ icon=““ icon_align=“left“ color=““ link=“http://reykjavik.is/sumarstorf#jobid/35177″ target_blank=“true“]Nánari upplýsingar[/dt_button]

Götuleikhúsið

Skapandi, skemmtilegt en jafnframt erfitt starf fyrir opna og frjóa umsækjendur sem hafa áhuga á leiklist og þora að henda sér út í djúpu laugina. Starfsmenn Götuleikhúss Hins Hússins starfa undir stjórn faglegs leikstjóra að sýningum sem haldnar eru á götum og torgum borgarinnar. Götuleikhúsið er starfrækt í 8 vikur yfir sumartímann. Starftímabilið er frá 01.06 – 24.07. 2015

Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 17 til 25 ára og hafa lögheimili í Reykjavík.

[dt_button size=“small“ style=“default“ animation=“none“ color_mode=“default“ icon=““ icon_align=“left“ color=““ link=“http://reykjavik.is/sumarstorf#jobid/35170″ target_blank=“true“]Nánari upplýsingar[/dt_button]

Listhópar Hins Hússins

Ungu fólki gefst kostur á að sækja um og  koma með hugmyndir að skapandi verkefnum og valdir hópar eða einstaklingar fá síðan tækifæri til að vinna að hugmyndum sínum í átta vikur.  Þessi verkefni eru afar fjölbreytt, skapandi og skemmtileg og eru sýnileg vegfarendum Reykjavíkurborgar.

Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 17 til 25 ára og hafa lögheimili í Reykjavík.

[dt_button size=“small“ style=“default“ animation=“none“ color_mode=“default“ icon=““ icon_align=“left“ color=““ link=“http://reykjavik.is/sumarstorf#jobid/35169″ target_blank=“true“]Nánari upplýsingar[/dt_button]

Sumarstörf fyrir ungmenni með fötlun

50% starf í 5 vikur, fyrir eða eftir hádegi.

Starfið felst í almennum garðyrkjustörfum.

Hæfniskröfur: Að ungmennið geti unnið í hóp með leiðbeinanda og þurfi litla sem enga aðstoð við daglegar athafnir.

Fyrir ungmenni fædd árin 1995, 1996, 1997 eða 1998.

Nánari upplýsingar: fyrir hádegieftir hádegi

Listhópar og Götuleikhús Hins Hússins á Menningarnótt!

Dagskrá Listhópa og Götuleikhúss Hins Hússins á Menningarnótt

23. ágúst kl. 14-17

Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5.

Kl. 14-14:25 Götuleikhúsið skorar á vegfarendur í feluleik. Þið eruð hann og Götuleikhúsið felur sig. Hópurinn hefur í sumar, æft í þaula felutækni og geta sagt með stolti að ekki verður hægt að ná betri tökum á þessari fornu tækni.

Kl. 14:30-14:55 HarmóníaSjarmónía er ný jazzsveit  sem varð til fyrir Skapandi sumarstörf 2014. Eftir tilraunakennt  tónlistarsumar munu þau flytja afraksturinn á Menningarnótt fyrir alla sem heyra vilja.

Kl. 15:00-15:25 Hinn sívinsæli sönghópur Norrington skemmtir sjálfum sér og öðrum án undirleiks. Norrington flytur margs konar tónlist frá hinum ýmsu tímabilum tónlistarsögunnar, allt frá íslenskum ættjarðarlögum, yfir í melódískt popp ofl.

Kl. 15:30-15:50 Listhópurinn ROF hefur starfað í sumar  við að setja upp listgjörninga af ýmsu tagi. ROF hefur stefnt að því að koma með aðra sýn á skynjun borgarbúa á samtímanum. Verkið sem ROF flytur heitir, Stiklað á stóru. ROF mun eiga við áhorfendur nokkur orð um málefni líðandi stundar.

Kl. 15:55-16:20 Þrjár Basískar eru rapptríó og partur af Reykjavíkurdætrum. Þrjár basískar hafa nýtt sumarið til að búa til lög og gjörninga sem þær hafa flutt í miðbænum. List þeirra einkennist af því sem er í kringum þær á hverju sinni og vísa bæði lög og gjörningar þeirra í samskiptatæki sem samfélagið notar og hvaða áhrif þau geta haft á þeirra kynslóð.

Kl. 16:25-17:00 Hljómsveitin White Signal er popp og funk band, sem samanstendur af ungu og hæfileikaríku tónlistarfólki sem mun flytja sínar nýjustu lagasmíðar á Menningarnótt. Þau hafa í sumar boðið gestum miðbæjarins upp á klassísk, íslensk dægurlög í bland við þekkt erlend popplög.

Kl. 14:00-17:00. Verk í upplýsingamiðstöð Hins Hússins og víðar

Ljóðaþjónustan ehf. stendur saman af hinum heimspekimenntaða Brynjari og hinni fatahönnunarmenntuðu Drífu. Þau reyna að þessu sinni að fanga 4. víddina í hljóða-, ljóða- og

videomyndverki.

Fritz Hendrik IV mun flytja verkið ,,Eyju Hótel” á hólmanum í miðri tjörninni. Verkið er til þess gert að anna eftirspurn og flaumi ferðamanna sem komið hafa hingað til lands á undanförnum árum.

FRIGUS LIBERI sýna brot frá starfi sumarsins fyrir gesti og gangandi en í sumar hafa þeir málað  myndir á illa farna veggi á lóðum leikskóla og leikvalla víðsvegar í Reykjavík. Myndirnar voru gerðar   í samvinnu við krakkana og voru teikningar þeirra nýttar til innblásturs við gerð verkanna.

Gallerí Tukt kl:14:00-17:.

Síðustu forvöð að sjá myndlistarsýningu Sögu Unnsteinsdóttur. Verk hennar eru unnin með blandaðri tækni.