UNGLIST – LISTAHÁTÍÐ UNGS FÓLKS – DAGSKRÁ

UNGLIST – LISTAHÁTÍÐ UNGS FÓLKUnglist, listahátíð ungs fólks er vettvangur fyrir ungt upprennandi listafólk þar sem skáldskapur og myndsköpun fá að flæða frjálst, í takti við tónlistarveislur, óheftan dans, lifandi leiklist og aðra viðburði þar sem sköpunargleðin er í öndvegi. Unglist er hátíð nýrra strauma og fjölbreytileika. Taktu þátt í ævintýrinu þér að kostnaðarlausu og njóttu töfra listarinnar á ókeypis viðburðum Unglistar!

Laugardagur 3. nóvember
I) Borgarleikhúsið, stóra svið @ 14:00
LÍFIÐ ER EKKI BARA LEIKUR HELDUR LÍKA DANS Á RÓSUM
Dansarar frá dansskólum Reykjavíkur og nágrennis sýna fjölbreytt og skemmtileg dansatriði
Heiðursgestir: Íslenski dansflokkurinn

II)Gallerí Tukt, Hitt Húsið @ 16:00 – 18:00
LISTIN BLÓMSTRAR Í BREIÐHOLTINU!
Opnun sýningar. Nemendur á listnámsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti sýna verk sín. Fjölbreytt sýning með erróum framtíðarinnar. Sýningin stendur fram til 18.11

III)Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnarsalur @ 20:00
„UMBREYTING“ Á FÖTUM, HÁRI OG SKARTI
Nemendur fataiðn, gull-og silfursmiða & hársnyrtideildar Tækniskólans ætla að sameina sköpunarkrafta sína og standa fyrir tískusýningu þar sem að þemað er „Umbreyting“ Nemendur á Fata og textilbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti taka einnig þátt í sýningunni.

Sunnudagur 4. nóvember
Dómkirkjan @ 20:00
HÆÐIRNAR LIFNA OG HLJÓMLIST ÓMAR!
Nemendur frá tónlistarskólum á höfuðborgarsvæðinu leiða þig inn í leyndardóma sígildrar tónlistar

Mánudagur 5. nóvember
Hitt Húsið,Pósthússtræti 3-5 @ 20:00
UNG OG KVIK
Sýning á stuttmyndum frá nemendum í Borgarholtsskóla

Þriðjudagur 6. nóvember
Þjóðleikhúskjallarinn@ 20:00
LEIKTU BETUR STELPA! LEIKTU BETUR STRÁKUR!
Enn og aftur keppa framhaldskólarnir í æsispennandi leikhússporti um það hverjir geta „Leikið betur“ vegna ástar á leiklistinni

Miðvikudagur 7. nóvember
Tjarnabíó @ 20:00
UNGLEIKUR
Ungleikur í samstarfi við Unglist = Sönn ást. Ungum skáldum, leikstjórum og leikurum gefst kostur á að rækta hæfileika sína, láta drauma sína rætast og sjá verk sín lifna á sviði

Fimmtudagur 8. nóvember
Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5 @ 17:15
AIRWAVES Á KANTINUM – OFF VENUE
200 MAFÍA, DARRI

Föstudagur 9. nóvember
Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5 @ 15:00
AIRWAVES Á KANTINUM – OFF VENUE
KLAKI, LJÓSFARI, MÓKRÓKAR, OMOTRAK, STURLE DAGSLAND

Laugardagur 10. nóvember
I)Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5 @ 13:45
STELPUSTUÐ Á AIRWAVES Á KANTINUM – OFF VENUE
ATERIA, BETWEEN MOUNTAINS, ELÍN SIF, HEKLA, JÓHANNA ELÍSA, RAVEN,

II)Hitt Húsið, Pósthússtræti 3 -5 @ 13:45 – 18:00
MYNDLISTAMARAÞON
Keppt í úthaldi, snerpu og listrænu innsæi. Skráning þátttakenda og afhending keppnisgagna
Sýning á myndverkum keppenda verður frá 13. nóvember til 24. nóvember
Verðlaunaafhending fer fram 24. nóvember kl. 15:00
Vegleg verðlaun frá Myndlistaskólanum í Reykjavík og Slippfélaginu

AÐGANGUR ÓKEYPIS-
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á
UNGLIST.IS OG HITTHUSID.IS
FACEBOOK.COM/UNGLIST/

DAGSKRÁ UNGLISTAR 2017

UNGLIST – LISTAHÁTÍÐ UNGS FÓLKS

03.11-11.11.2017

Unglist, listahátíð ungs fólks er vettvangur fyrir ungt upprennandi listafólk þar sem skáldskapur og myndsköpun fá að flæða frjálst, í takti við tónlistarveislur, óheftan dans, lifandi leiklist og aðra viðburði þar sem sköpunargleðin er í öndvegi. Unglist er hátíð nýrra strauma og fjölbreytileika. Taktu þátt í ævintýrinu þér að kostnaðarlausu og njóttu töfra listarinnar á ókeypis viðburðum Unglistar!

 

Föstudagur 3. nóvember

I)Fyrir utan Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5 @ 14:30

GÖTULEIKHÚSLEIKUR

Láttu þér ekki bregða þegar götuleikarar bregða undir sig betri fætinum og bregða á leik

II)Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5 @ 15:00

AIRWAVES Á KANTINUM – OFF VENUE

THE ANATOMY OF FRANK (USA) HEIÐRIK(FO) PASHN (ÍS) RYTHMATIK (ÍS) VASI (ÍS/USA) OMOTRACK (ÍS) BETWEEN MOUNTAINS (ÍS)

 

Laugardagur 4. nóvember

I)Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5 @ 13:00

AIRWAVES Á KANTINUM – OFF VENUE

KRÍA ( ÍS) I AM SOYUZ (SW) AFK (ÍS) PLEGHM (ÍS) GRÓA (ÍS) STURLE DAGSLAND (NO) SEINT (ÍS) KETO (UK)

II)Gallerí Tukt, Hitt Húsið @ 16:00 – 18:00

SKISSAÐ,MÁLAÐ OG MÓTAÐ

Opnun sýningar.  Nemendur á listnámsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti sýna verk sín. Fjölbreytt sýning með kjarvölum framtíðarinnar.  Sýningin stendur fram til 18.11.

III)Borgarleikhúsið, litla svið @ 20:00

UNGLEIKUR

Ungleikur er haldinn í sjötta skipti í samstarfi við Unglist. Ungum skáldum, leikstjórum og leikurum gefst kostur á að rækta hæfileika sína, láta drauma sína rætast og sjá verk sín lifna við á sviði

 

Sunnudagur 5. nóvember

I)Dómkirkjan @ 20:00

UNG OG KLASSÍK

Nemendur frá tónlistarskólum á höfuðborgarsvæðinu leiða þig inn í leyndardóma sígildrar tónlistar

II) Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5 @ 13-17

FJÖLMENNINGARLEG LISTSMIÐJA

Smiðjuvinna þar sem leikur, tjáning og hreyfing verður verkfærið til að spinna upp þína sögu. Leiðbeinendur smiðjunnar eru Juan Camilo og Virginiu Gillard. Frí þátttaka

 

Miðvikudagur 8. nóvember

Hitt Húsið,Pósthússtræti 3-5 @ 20:00

KVIK OG UNG

Sýning á verkum í vinnslu úr kvikmyndanámskeiði Teenage Wasteland of the Arts og Hins Hússins auk stuttmynda frá fyrri námskeiðum í Hinu Húsinu

 

Fimmtudagur 9. nóvember

Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5 @ 20:00

ALÞJÓÐLEGUR GJÖRNINGAGALDUR

Afrakstur listsmiðjunnar, allt getur gerst, er þetta sagan þín eða mín eða okkar allra

 

Föstudagur 10. nóvember 

I)Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5 @ 20:00

SÖNGVASKÁLDIN UNGU

Söngvaskáldin ungu leika bæði ljúfar og stríðar laglínur af fingrum fram

II)Hitt Húsið, Pósthússtræti 3 -5 @ 09:00 – 17:00

EINTÓM LIST – MYNDLISTAMARAÞON

Myndlistamaraþoni Unglistar hleypt af stokkunum.  Skráning þátttakenda og þema kynnt en svo fá listamennirnir frjálsar hendur!  Sýning á myndverkum keppenda verður frá 14. nóvember til 25. nóvember.

Verðlaunaafhending fer fram 25. nóvember kl. 15:00.

Vegleg verðlaun frá Myndlistaskólanum í Reykjavík og Slippfélaginu

 

Laugardagur 11. nóvember

I)Borgarleikhúsið, stóra svið @ 14:00

LÍKAMAR Á FERÐ

Upplifið framtíð íslenskrar danslistar, ungir og efnilegir dansarar frá dansskólum Reykjavíkur og nágrennis sýna fjölbreytt og skemmtileg dansatriði. Heiðursgestir: Íslenski dansflokkurinn

II)Borgarleikhúsið, litla svið @ 20:00

LEIKTU BETUR

Einni af frægustu spunakeppnum landsins hleypt af stokkunum – enn og aftur! Framhaldsskólar landsins keppa í æsispennandi leikhússporti vegna ástar á leiklistinni um það hverjir geta leikið betur

III)Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnarsalur @ 20:00

GLAMÖR, FLOTT FÖT, FÍNT HÁR OG FYLGIHLUTIR

Tískusýning nemenda fataiðndeildar Tækniskólans þar sem nemendur sýna glóðvolga hönnun. Sýningin er unnin í samstarfi við hársnyrti- og gull og silfursmiðadeild Tækniskólans. Reykjavík make up school sér um förðun. Sýning fyrir tískuvini og alla þá sem vilja fylgjast með meginstefunum í hönnun og tísku. Verður það lopapeysan eða kjólakölt!

 

ENGLISH BELOW

THE YOUNG ART FESTIVAL

03.11 – 11.11.2017

Unglist, The Young Art Festival in Reykjavík is the only art festival that focuses on young emerging artists in the country between the ages of 16 and 25. The festival aims to give opportunity to young artists to showcase and express their work publically. The festival celebrates new methods and diversity. Come and take part in this year’s adventure, enjoy the magic of the arts completely free of charge!

 

Friday November 3rd

I)Outside Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5 @ 14:30

STREET THEATRE

Expect playful characters and costumes as Hitt Húsið Street Theatre performers put on their show

II)Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5 @ 15:00

ICELAND AIRWAVES – OFF VENUE

THE ANATOMY OF FRANK (USA) HEIÐRIK (FO) PASHN (IS) RYTHMATIK (IS) VASI (IS/USA) OMOTRACK (IS) BETWEEN MOUNTAINS (IS)

 

Saturday November 4th

I)Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5 @ 13:00

ICELAND AIRWAVES – OFF VENUE

KRÍA (IS) I AM SOYUZ (SW) AFK (IS) PLEGHM (IS) GRÓA (IS) STURLE DAGSLAND (NO) SEINT (IS) KETO (UK)

II)Gallerí Tukt, Hitt Húsið @ 16:00 – 18:00

SKETCHES, PAINTINGS AND SCULTPURES

Gallery opening. Students from the art course at Breiðholt‘s college show their work. A diverse exhibit that showcases the Picassos and Van Goghs of the future. The exhibit is open until the 18th of November.

III)Borgarleikhúsið, small stage @ 20:00

UNGLEIKUR

Ungleikur is a project that is funded by the Ministry of Culture and Tourism and aims to give young writers, directors and actors a chance to work in the professional sector and see their work come alive on stage. The Young Art Festival is a proud collaborator of this project for the 6th year in a row.

 

Sunday November 5th

I)Dómkirkjan @ 20:00

YOUNG AND CLASSICAL

Students from all the main music schools in the Reykjavík area lead you into the wonders of classical music.

II) Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5 @ 13-17

INTERNATIONAL PERFORMANCE WORK SHOP

Tell your stories the way you like! Work shop that activates your inner performer and perhaps brings out the clown in you. Facilitators are Juan Camilo and Virginia Gillard. Free participation.

 

Wednesday November 8th

Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5 @ 20:00

YOUNG CINEMATOGRAPHERS

A showcase of films that were produced during the Teenage Wasteland of the Arts filmmaking course as well as short films from previous courses held at Hitt Húsið.

 

Thursday November 9th

Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5 @ 20:00

INTERNATIONAL PERFORMANCE WORK SHOP

Performances by young people that attended the work shop on November 5th. Is this story yours, mine or is it the story of all of us?

 

Friday November 10th

I) Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5 @ 20:00

THE YOUNG SONGWRITERS NIGHT

A group of young and talented songwriters perform their tunes in a cosy atmosphere.

II)Hitt Húsið, Pósthússtræti 3 -5 @ 09:00 – 17:00

NOTHING BUT ART – ART MARATHON

The Young Art Festival‘s Art Marathon starts! Registration of participants and the marathon‘s theme is revealed. The participants then get their hands free to create their unique vision! An exhibit of the outcome will be in Gallerí Tukt from 14th to 25th of November and the grand winner will be announced  on the 25th of November at 15:00. Prices from Slippfélagið and Reykjavík‘s School of Fine Arts.

 

Saturday November 11th

I)Borgarleikhúsið, big stage @ 14:00

MOVING BODIES

Experience the most diverse and ambitious dance show in Reykjavík where young dancers from all the main danceschools come together! Guests of honour: The Icelandic Dance Company.

II)Borgarleikhúsið, small stage @ 20:00

IMPROVISATION BATTLE

One of the most famous improvisation competition in the country starts again! Teams from the country‘s main colleges battle against eachother in a friendly game of improvisation.

III)Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnarsalur @ 20:00

GLAMOUR, CHIC CLOTHES, NICE HAIR AND ACCESSORIES

A fashion runway show by students that attend the fashion design program at Tækniskólinn in collaboration with the hairstyling program and the gold and silversmith program. Make up is by students from Reykjavík Make Up School. A show for all lovers of fashion that want to follow what‘s new and upcoming!

Dagskrá Unglistar 2016

UNGLIST – LISTAHÁTÍÐ UNGS FÓLKS

(English below)

03.11-12.11.2016

Unglist, listahátíð ungs fólks er nú haldin með pompi og prakt í 25. skiptið. Þessir dagar eru fullir af sköpunarkrafti sem knúinn er fram af ungum og upprennandi listamönnum. Markmið Unglistar er að skapa vettvang þar sem ungu fólki gefst tækifæri til að koma list sinni á framfæri og að vekja athygli á hinum fjölbreytilega menningarheimi ungs fólks í samfélaginu. Á Unglist verður m.a. slegið á klassíska strengi, spunin teygður og þrammað á tískupöllum. Það verður örugglega eitthvað fyrir alla og allt frítt! Þá er bara að mæta og njóta listarinnar!

 

Fimmtudagur 3. nóvember

Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5 @ 17:30

OFF VENUE – AIRWAVES Á KANTINUM

Popup punk yoga. Íslenska pönksveitin Tófa ætlar að kanna sínar mýkri hliðar með útgáfu „jóga-plötunnar“ Tófasana, sem frumflutt verður á tónleikunum og með opnum jógatíma.

 

Föstudagur 4. nóvember

Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5 @ 15.00

OFF VENUE – AIRWAVES Á KANTINUM

Sleeping Minds (ÍS), Morning Bear (USA), Andy Hates Us (CH), Omotrack (ÍS), Wayward (ÍS), Sacha Bernhardson (FR), Amber (ÍS), Mojo Don‘t Go (ÍS).

 

Laugardagur 5. nóvember

Hitt Húsið, Pósthússtræti  3-5 @ 13:00

OFF VENUE – AIRWAVES Á KANTINUM

The Anatomy of Frank (US), Var (ÍS), Hanna Sólbjört (ÍS), Deer Daniel (PO), Hórmónar (ÍS), Man in Between (SP), Sturle Dagsland (NO), The Living Arrows (USA), Gringlombian (ÍS).

 

Sunnudagur 6. nóvember

Dómkirkjan @ 20:00

ÚR VIÐJUM DIGITALISMANS – KLASSÍSKT TÓNAFLÓÐ

Framúrskarandi nemendur frá helstu tónlistarskólum höfuðborgarsvæðisins flytja sígilda tónlist.

 

Mánudagur 7. nóvember

Þjóðleikhúsið-Stóra sviðið @ 20:00

DANSVITUND

Frá örófi alda hefur mannfólkið dansað. Við dönsum á meðan við sinnum okkar daglegu erindum, ómeðvitað. Á danssýningu Unglistar ætla efnilegustu dansarar landsins frá dansskólum suðvesturhornsins að dansa mjög svo meðvitað í Þjóðleikhúsinu ásamt heiðursgestum.

 

Þriðjudagur 8. nóvember

Þjóðleikhúsið – Leikhúskjallarinn @ 20:00

LEIKTU BETUR

Skemmtilegasta spunakeppnin á landinu fer fram í Þjóðleikhúskjallaranum. Framhaldsskólar landsins keppa í æsispennandi leikhússporti á vinalegan hátt um það hverjir geta leikið betur.

 

Miðvikudagur 9. nóvember

Þjóðleikhúsið – Kassinn @ 20:00

UNGLEIKUR

Ungleikur er haldinn í fimmta skipti í samstarfi við Unglist. Hópurinn endurnýjast ár hvert og gefst skáldum, leikstjórum og leikurum framtíðarinnar kostur á því að rækta hæfileika sína, vinna í skipulögðu umhverfi og sjá verk sín á sviði. Ungleikur hlaut styrk frá Menningar og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar og í ár gekk Þorvaldur Sigurbjörn Helgason til liðs við hópinn  sem listrænn stjórnandi Ungleiks. Hann hefur verið leikskáldum og leikstjórum innan handar við að láta hugmyndir þeirra verða að veruleika.

 

Fimmtudagur 10. nóvember

Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5 @ 20:00

LJÓÐ

Ungskáld borgarinnar ausa úr skáldabrunni sínum fyrir gesti.

 

Laugardagur 12. nóvember

Ráðhús Reykjavíkur – Tjarnarsalur @ 20:00

HÖNNUN OG TÍSKA

Tískusýning nemenda fataiðndeildar Tækniskólans og annarra ungra hönnuða, þar sem nemendur sýna sköpunarverk sín. Sýningin er unnin í samstarfi við hárgreiðsludeild Tækniskólans og verður að vanda stórglæsileg. Fólk ætti ekki að láta þessa sýningu framhjá sér fara!

 

Hitt Húsið @15:00 – 17:00

MYNDLISTAMARAÞON UNGLISTAR

Myndlistamaraþoni Unglistar hleypt af stokkunum.  Skráning þátttakenda og þema kynnt en svo fá listamennirnir frjálsar hendur! Verðlaunaafhending fer fram 19. nóvember kl:15:00.  Vegleg verðlaun frá Myndlistaskólanum í Reykjavík og Slippfélaginu.

 

05.11.-19.11.

SÝNING Í GALLERÍ TUKT

Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5 @ 05.11.-19.11.

Nemendur á Listnámsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti sýna verk sín. Fjölbreytt sýning þar sem við komum kannski auga á Picasso og Van Gogh framtíðarinnar.

 

 

 

 

AÐGANGUR ÓKEYPIS-

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á

UNGLIST.IS OG HITTHUSID.IS

 

UNGLIST – THE YOUNG ART FESTIVAL

03.11-12.11.2016

Unglist, The Young Art Festival celebrates its 25th anniversary this year. This festival is filled with creative talent and ambition. The festival’s aim is to give young emerging artists a chance to communicate their work to the public and shine a light on the diversity of youth culture in the community. There will be acting, dancing, music, fashion, poetry and everything in between. Everyone should find something of their interests and all events are free! Just show up and enjoy the art!

 

Thursday November 3rd

Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5 @ 17:30

OFF VENUE – AIRWAVES

The Icelandic punkband Tófa explores its softer side on the album entitled “Tófasana” and invites guests to participate in a free Yoga class while the band performs the album live for the first time.

 

Friday November 4th  

Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5 @ 15.00

OFF VENUE – AIRWAVES

Sleeping Minds (ÍS), Morning Bear (USA), Andy Hates Us (CH), Omotrack (ÍS), Wayward (ÍS), Sacha Bernhardson (FR), Amber (ÍS), Mojo Don‘t Go (ÍS).

 

Saturday November 5th

Hitt Húsið, Pósthússtræti  3-5 @ 13:00

OFF VENUE – AIRWAVES

The Anatomy of Frank (US), Var (ÍS), Hanna Sólbjört (ÍS), Deer Daniel (PO), Hórmónar (ÍS), Man in Between (SP), Sturle Dagsland (NO), The Living Arrows (USA), Gringlombian (ÍS).

 

Sunday November 6th

Dómkirkjan @ 20:00

FROM DIGITAL TO CLASSIC

Outstanding students from the main classical music schools around Reykjavík perform  timeless classics.

 

Monday November 7th

Þjóðleikhúsið – Main hall @ 20:00

DANCEFULNESS

On this evening some of the most prestigious dancers from various local dance schools will perform in the name of dance and history. Come enjoy the art of dance at Þjóðleikhúsið, Iceland’s national theatre.

 

Tuesday November 8th

Þjóðleikhúsið – Leikhúskjallarinn @ 20:00

LEIKTU BETUR – YOU CAN IMPROV!

Leiktu betur or „Act Better“ is the country‘s most exciting acting challenge. High school students go against each other in a friendly match of who is better at improvisation.

 

Wednesday November 9th

Þjóðleikhúsið – Kassinn @ 20:00

UNGLEIKUR

Ungleikur is a project that is funded by the Ministry of culture and tourism and aims to give young writers, directors and actors a chance to work in the professional sector and see their work come alive on stage. The Young Art Festival is a proud collaborator of this project for the 6th year in a row.

Thursday November 10th

Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5 @ 20:00

POETRY

Young poets pour out their hearts using the power of language.

 

Laugardagur 12. nóvember

Ráðhús Reykjavíkur/ City Hall – Tjarnarsalur @ 20:00

FASHION AND DESIGN

The catwalk show everyone will be talking about! Young designers from the Institute of Technology and others showcase their fashion vision of the future. An evening that can not be missed!

 

Hitt Húsið @ 15:00 – 17:00

THE YOUNG ART MARATHON

Show up, register, receive a theme and create! This art marathon is a great way to challenge your artistic ambition. The participants will be given a theme to create their art around and a winner will be announced on the 19th of November at Hitt Húsið at 15 o‘clock. Prices are come from Reykjavík School of Fine Arts and Slippfélagið.

 

05.11.-19.11.

EXHIBITION IN GALLERÍ TUKT

Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5 @ 05.11.-19.11.

Students from the department of fine arts at Breiðholt College showcase their work. Diverse exhibition where we might spot the Picasso and Van Gogh of the future.

 

 

FREE ADMISSION

FURTHER INFORMATION AT

UNGLIST.IS AND HITTHUSID.IS

Unglist er hafin!

Unglist – listahátíð unga fólksins hófst nú á föstudaginn með tónleikum í Upplýsingarmiðstöð Hins Hússins sem voru liður í hliðardagskrá Iceland Airwaves hátíðarinnar. Voru haldnir tónleikar á föstudegi og laugardegi þar sem fram kom mikið af efnilegustu og frambærilegustu ungu hljómsveitum landsins.

Ungleikur skilur fátt menningarlegt út undan og er þátttaka ungra hljómlistamanna í hliðardagskrá Airwaves langt frá því að vera það eina sem á döfinni er.

Leiklist, dans, hönnun og hangs er allt partur af dagskrá Unglistar þetta árið og hvetjum við ykkur til að kynna ykkur dagskránna og láta frjótt og stórmerkilegt menningarlíf ungu kynslóðarinnar ekki fram hjá ykkur fara.

Nánari upplýsingar má finna hér : http://hitthusid.is/unglist/

Suðupotturinn

Að tala um suðupott er klisja. Ég veit ekki hvað ég hef skrifað það á margar styrkjaumsóknir. En Hitt Húsið er samt suðupottur. Hér rýmast svo fjölbreyttir hæfileikar, fjölbreyttar skoðanir, fjölbreytt áhugamál. Fjölbreytt fólk, með fjölbreyttan bakgrunn. Starfsfólkið kemur úr öllum áttum. Hér eru þrjár leikkonur, tónlistarmenn, þjóðfræðingar, listfræðingar, tómstunda- og félagsmálafræðingar, KaosPilottar, einn forritari, skátar, félagsmálafíklar, hjálparsveitarfólk, partýljón, anarkistar, pólitíkusar, Íslendingar, útlendingar; alls konar fólk úr öllum áttum. Saman sýður þessi stóri hópur starfsfólks saman menningarsúpu, kryddaða með sjálfstyrkingu, samheldni og útsjónarsemi.

En húsið er sannarlega meira en bara hæfileikaríkt starfsfólk. Dag hvern fyllist húsið af ungu fólki sem hlær, dansar, talar og skapar. Öll eftirmiðdegi fríska krakkarnir í frístund fyrir fatlaða upp á daginn með uppátækjum sínum, þar sem þau hlaupa skríkjandi eftir ganginum með frístundarleiðbeinendurna lafmóða á eftir sér. Í Gallerí Tukt eru 18 hönnunarnemar að hengja upp Unglistarplaköt, hvert öðru fallegra. Stúdentaleikhúsið hitar upp með látum, þannig að jógagúrúarnir hrökkva við í næsta herbergi. Í salnum eru nokkur ungmenni að spila Tupac. Í Dómssalnum dansa Lindy Hopparar og í fundarherberginu skeggræða ungmenni frá ýmsum löndum um af hverju til eru ásar, tvistar og tólfur á íslensku, en ekki þrettándur.

Þetta er galdurinn við Hitt Húsið. Þar koma saman einstaklingar úr öllum áttum, sem allir hafa áhrif á störf hinna samferðalanga sinna í þessu stóra húsi sem minnir á völundarhús þegar maður fyrst kynnist því. Og þess vegna er Hitt Húsið svona mikilvægt. Það er rými fyrir list, hús sköpunar, híbýli fjölbreytileikans. Það er suðupottur.

Leiktu betur á Unglist, í Borgarleikhúsinu í kvöld, fimmtudaginn 13. nóvember!

Borgarleikhúsið @20:00. Nýja sviðið

Leiktu betur

Finnst þér gaman að fara í leikhús en þolir ekki þegar leikararnir fylgja handritinu? Þá er Spunakeppni framhaldsskólanna, Leiktu betur, eitthvað fyrir þig ! Þú munt gráta, hlæja og falla í dá af spunaupplifun, og besta við þetta allt er að allir á sviðinu eru að búa þetta allt til á staðnum beint fyrir framan augun á þér. Fjórir eru í hverju liði, þrjár mínútur og þrír dómarar.

Megi besti skólinn sigra !

Unglist, listahátíð ungs fólks, í fullum gangi!

Á fimmtudagskvöldið fer fram Leiktu betur á Nýja sviði Borgarleikhússins, þar sem spunalið framhaldsskólanna keppa í frábærri spunakeppni og á föstudagskvöldið mæta Íslandsmeistararnir í spuna, Strákarnir okkar og troða upp ásamt fríðu föruneyti. Á laugardag fer síðan fram tískusýning Unglistar í Laugardalslauginni og dagskránni lýkur síðan með magnaðri danssýningu Unglistar í Laugardalshöllinni.

Síðast en ekki síst, hefst Myndlistarmaraþon Unglistar á laugardaginn kemur, þar sem veglegir vinningarverða í boði og verða keppnisgögn afhent í Hinu Húsinu, á laugardeginum 15. nóv kl. 15-17:00.

Dagskrá Unglistar, 7.-16. nóvember 2014

UNGLIST – LISTAHÁTÍÐ UNGS FÓLKS
Unglist, listahátíð ungs fólks, er nú haldin í 23. sinn og hefur hátíðin haft það að markmiði að hefja list ungs fólks á Íslandi til vegs og virðingar ásamt því að fagna og vekja athygli á menningu þeirra. Dansinn dunar, hljóðfæri eru þanin, leikarar etja kappi  í spuna, fyrirsætur spranga um tískupalla og óheft myndsköpun og skáldskapur eiga sinn fasta sess á hátíðinni. Unglist er hátíð þar sem fjölbreytileikinn þrífst eins og illgresi og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Fjölmennum með  vinum og fjölskyldu á  fría  viðburði og njótum listarinnar !

 

Föstudagur 7. nóvember

Upplýsingamiðstöð Hitt húsið, Pósthússtræti 3-5 @ 17.00

Off- Venue Airwaves tónleikar – Bland í poka.

Fílarðu allskonar tónlist ? Þá er þetta eitthvað fyrir þig.

Axel Flóvent, Fnykur, Sarangi, Milkhouse, Vára, Electric Elephant, Rythmatic, Ring Of Gyges, Lockerbie, Casio Fatso.

 

Laugardagur 8. nóvember

Upplýsingamiðstöð Hitt húsið, Pósthússtræti  3-5  @ 13:00

Off – Venue  Airwaves tónleikar – Bæjarins bestu + gestir.

Hitaðu upp fyrir Airwaves með sigurvegurum Músíktilrauna  og fleiri íslenskum böndum, ásamt bandarískum og þýskum gestum.

Eric Vitoff (US), Moving Houses (DE), Toneron, We Made God, The Anatomy of Frank (US), Icarus, Aragrúi, Vio.

 

Sunnudagur 9. nóvember

Dómkirkjan @ 20:00

Klassískir Off – Venue  Airwaves  tónleikar.

Á matseðlinum verður klassík í bland við tilraunakenndari  tóna í boði  nemenda frá  Listháskóla Íslands, Tónskóla Sigursveins og Tónlistarskólanum í Reykjavík.

Mánudagur  10. nóvember

Borgarleikhúsið @ 20:00

 Ungleikur.

Ungleikur er vettvangur ungra leikskálda til þess að öðlast reynslu og þekkingu á forminu. Ungleikur hefur verið haldinn árlega í samstarfi við Unglist frá árinu 2012 og hefur frá upphafi, faglærð dómnefnd valið verk sem flutt verða á sviði.

Ungleikur er stoltur að kynna sex ný stuttverk, sex mismunandi leikskálda.

 

Fimmtudagur  13. nóvember

I) Borgarleikhúsið @20:00. Nýja sviðið

Leiktu betur.

Finnst þér gaman að fara í leikhús en þolir ekki þegar leikararnir fylgja handritinu? Þá er Spunakeppni framhaldsskólanna, Leiktu betur, eitthvað fyrir þig ! Þú munt gráta, hlæja og falla í dá af spunaupplifun, og besta við þetta allt er að allir á sviðinu eru að búa þetta allt til á staðnum beint fyrir framan augun á þér. Fjórir eru í hverju liði, þrjár mínútur og þrír dómarar.

Megi besti skólinn sigra !

 

II) Íbúðin Ungmennahús, Safamýri 5 @19:30

Ó mæ list!

Ungt fólk fær tækifæri til að að stíga fram með listsköpun sína þetta kvöld í Íbúðinni Ungmennahúsi. Myndlist, upplestur úr skáldsögu, tónlist, ljóðalestur og vegglistaverk Íbúðarinnar verður til. Öllum er frjálst að vera með verk, gjörning eða brandara á sýningunni, látið í ykkur heyra  á Facebook.

Allir velkomnir, ókeypis inn, kaffi á könnunni.

 

 

 

Föstudagur  14. nóvember

Upplýsingamiðstöð Hitt húsið, Pósthússtræti  3-5  @ 20:00

Spunakvöld.

Spunahópurinn og Íslandsmeistararnir Við erum strákar, troða upp ásamt fríðu föruneyti  og bjóða upp á það allra besta í heimi leikhússports. Kíkið við, upplifið töfra spunaheimsins og ekki vera hrædd við að koma með uppástungur og hugmyndir til að hjálpa spunakóngum Íslands að vinna sitt verk.

 

Laugardagur  15. nóvember

Laugardalslaug v. Sundlaugarveg @ 20:00

Tískusýning Unglistar.

Nemendur í fataiðndeild Tækniskólans sýna sköpunarhæfileika sína á Tískusýningu Unglistar. Glæsileg sýning þar sem hönnuðir framtíðarinnar láta ljós sitt skína.
Sunnudagur  16. nóvember

Laugardalshöll @16:00

Dans – Og þá var dans í höllinni.

Dansskólar höfuðborgarsvæðisins koma saman og af nógu er að taka. Margslungin og margbreytileg dansatriði munu líta dagsins ljós, öllum til mikillar ánægju.

Ekki missa af þessu!

 

 

Gallerí Tukt

Hvað upplifir manneskjan þegar hún stígur inn í annað umhverfi?

Í ágúst sumarið 2014 ferðaðist hópur ungmenna um suðurhluta Eþíópíu. Markmið ferðarinnar var að skoða uppbyggingu afskekktra svæða, læra nýja siði og kynnast heimafólki, eða með öðrum orðum: að upplifa annan veruleika en þau búa við. Á hverjum degi upplifðu þau heiminn á nýjan hátt og hugmyndir fæddust í kjölfarið. Þessi sýning er afsprengi þeirra; hvernig tökumst við á við nýjar aðstæður og þær breytingar sem fylgja?

 

Gallerí Gangur (fyrir framan Gallerí Tukt)

 „Please come. It is important for me…“

Ganna Shvarova  kemur frá Úkraínu, er námsmaður við Háskóla Íslands  og er listin hennar áhugamál. Frá unga aldri naut hún þess að lýsa umhverfi sínu í list sinni, jafnt því veraldlega sem og andlega.  Málverkasafn hennar varð til á Íslandi og  sýnir hugsanir listamannsins, hrifningu og tilfinningar sem leiftursýn af hennar innri heimi og eru myndirnar  málaðar með ýmsum aðferðum og í mismunandi stíl með olíu og akrýl litum.
Með málverkum sínum er listamaðurinn að kafa ofan í skynjun sína á kvenleikanum, umbreytingu á sál manneskjunnar, líðan og tilfinningar.
Annað:

Upplýsingamiðstöð Hins hússins 15. nóvember @15-17:00

Myndlistarmaraþon Unglistar.

Maraþoni verður hleypt af stokkunum og verða gögn og reglur afhent í Upplýsingamiðstöð Hins hússins, laugardaginn 15. nóvember kl. 15-17. Tilkynnt verður um sigurvegara, viku síðar eða 22. nóvember og verða vegleg verðlaun í boði.

Undirbúningur Unglistar í fullum gangi! Preparation has started for The Young Art Festival!

THE YOUNG ART FESTIVAL
Unglist – The Young Art Festival will be held for the 23d time this year 7.-16. of november 2014.  In recent years, Unglist has played a major role in expanding and boosting various aspects of art and youth culture in Iceland. Unglist has everything! Dancers battling it out, musical tones flowing, actors improvising, models displaying unique designs, uninhibited works of visual art and poetry,  all have their permanent place in the festival. In Unglist diversity thrives and everyone can find something to their liking.  The events are all free so bring your friends and family and enjoy!

The aim of  The Young  Art  Festival is:

  •    To reflect on the culture of young people.
  •    To give young people opportunity to display their work of art.
  •    To encourage young people to take initiative and show creativity with emphasise on democratic participation, gaining experience  and having influence within the field of art and culture.
  •   To create a scene for young people to create events, from the very idea over to carrying it out.
  •   To give the community, easy access to young peoples art.