Pólitísk Partý 26. október

Á morgun, þann 26. október,  verður ,,Pólitískt partý“ #ÉgKýs í Hinu húsinu í samstarfi við ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna.
Viðburðurinn var líka haldinn í fyrra og var hann fjölsóttur og heppnaðist vel og því stendur til að halda hann aftur!

Hvert framboð skipar einn ungan frambjóðanda í pallborð sem fer með stutta framsögu um stefnumál sín og síðan verður tekið við spurningum úr sal. Lögð verður áhersla á þau málefni sem brenna hvað helst á ungu fólki í aðdraganda kosninganna 28. október. Þetta er kjörið tækifæri til að tengja ungt fólk við pólitíkina og er þessi vettvangur fyrir ungt fólk til að spyrja unga frambjóðendur spjörunum úr.

Partýið byrjar kl. 19:00 – pizzur verða í boði Dominos Íslandi og gos í boði CCEP Íslandi.

#ÉgKýs er lýðræðisátak sem felst í því að hvetja ungt fólk til að kjósa eftir upplýstri ákvörðun og efla kosningaþátttöku þess.
Hægt er að lesa meira um lýðræðisátakið hér.

Við hlökkum til að sjá sem flesta á morgun, 26. október, kl. 19:00 í Hinu húsinu!

Upplýsingamiðstöð Hins Hússins leitar að starfsmanni

Starfsauglýsing 2017

Skráning á flóamarkað

[gravityform id=“28″ title=“true“ description=“true“]

Dagskrá Hins Hússins 20.okt – 12 nóv

dagskra-okt-nov

Laust starf í Atvinnudeild Hins Hússins

Ert þú í atvinnuleit?  Langar þig að starfa á skapandi vinnustað með yndislegu fólki.
Kynntu þér þá málið. Auglýst er eftir 50% starfsmanni í Atvinnudeild Hins Hússins.

Smelltu hér fyrir ítarlegri starfslýsingu og starfsumsókn

Viltu vinna með okkur?

Frístundaráðgjafi í Upplýsingamiðstöð Hins Hússins

Í Upplýsingamiðstöðinni er mikið líf og fjör.  Þanga koma alls konar ungmenni í mismunandi tilgangi og það er hlutverk starfsfólksins að taka á móti þeim.  Nú hefur losnað hjá okkur staða og við erum að leita að nýjum samstarfsfélaga!

Við leitum eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi einstakling í starf frístundarráðgjafa með verkefnastjórnun. Um fjölbreytt og krefjandi starf er að ræða þar sem reynir á mannleg samskipti. Starfið er í Upplýsingamiðstöð Hins Hússins sem er lifandi starfsumhverfi. Einstaklingurinn hefur tækifæri til að skapa vettvang fyrir ungt fólk til að koma verkefnum sínum í framkvæmd. Starfið krefst mikillar skipulagshæfni, hæfni í viðburðastjórnun, reynslu af textasmíðum og almennra faglegra vinnubragða.

Umsækjandi verður að geta hafið störf 1. júní næstkomandi.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Umsjón með reglulegum viðburðum Upplýsingamiðstöðvar Hins Hússins.
 • Umsjón og skrif á vefsíðunni Áttavitinn.is og Hitthusid.is
 • Umsjón með samfélagsmiðlum Hins Hússins.
 • Veita ungu fólki aðstoð og styðja þau í að koma hugmyndum sínum á framfæri og í framkvæmd.
 • Þátttaka í starfsáætlun ungmennahússins.
 • Hópstjórn og fagleg aðstoð fyrir hópa sem vinna innan ungmennahússins.

Hæfniskröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi.
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Reynsla og áhugi á faglegu starfi með ungu fólki.
 • Mjög góð tök á íslensku og reynsla af textasmíð æskileg.
 • Góð tölvukunnátta; þekking á vefumsjón og WordPress er kostur.
 • Lögð er áhersla á færni í mannlegum samskiptum.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 18.5.2016
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sandra Gísladóttir í síma 411-500/695-5109 og tölvupósti sandra.gisladottir@reykjavik.is
Hitt Húsið
Hitt Húsið – Upplýsingamiðstöð
Pósthússtræti 3-5
101 Reykjavík

Sumarstörf í Hinu Húsinu 2016

Hitt Húsið er stórskemmtilegur vinnustaður.  Þar er alls konar fólk sem starfar við alls konar verkefni.  Hvernig væri að þú starfaðir með okkur í sumar?  Við bjóðum einnig upp á atvinnuráðgjöf og aðstoð við ferilskrárgerð.  Nánari upplýsingar um atvinnuráðgjöf er að finna undir „atvinna og stuðningur“ í hliðarstiku.

Í ár auglýsum við eftir fólki í 5 tegundir af störfum. Allar upplýsingar um þau störf má finna á umsóknar vef um sumarstörf Reykjavíkuborgar http://reykjavik.is/sumarstorf

Götuleikhús Hins Hússins

Skapandi, skemmtilegt en jafnframt krefjandi starf fyrir opna og frjóa umsækjendur sem hafa áhuga á leiklist og þora að henda sér út í djúpu laugina. Starfsmenn Götuleikhúss Hins Hússins starfa undir stjórn faglegs leikstjóra að sýningum sem haldnar eru á götum og torgum borgarinnar. Götuleikhúsið er starfrækt í 8 vikur yfir sumartímann. Starftímabilið er frá 30.05 – 22.07. 2016

Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 17 til 25 ára og hafa lögheimili í Reykjavík.

Nánar um starfið

 

Listhópar Hins Hússins

Ungu fólki gefst kostur á að sækja um og  koma með hugmyndir að skapandi verkefnum og valdir hópar eða einstaklingar fá síðan tækifæri til að vinna að hugmyndum sínum í átta vikur.  Þessi verkefni eru afar fjölbreytt, skapandi og skemmtileg og eru sýnileg vegfarendum Reykjavíkurborgar.

Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 17 til 25 ára og hafa lögheimili í Reykjavík.

Nánar um starfið

 

Jafningjafræðslan

Jafningjafræðarar heimsækja félagsmiðstöðvar, grunn-, framhalds- og vinnuskóla með sérstaka fræðsludagskrá sem miðar að því að fræða önnur ungmenni um margvísleg málefni, svara spurningum og brjóta daginn upp með skemmtilegum og fræðandi hópeflisleikjum.  Lögð er áhersla á gildi góðrar sjálfsmyndar, heilbrigðan lífsstíl, ókosti vímuefnaneyslu og samskipti í raunheimum og á netmiðlum.  Starfið er mjög krefjandi og fræðarar verða að vera vel í stakk búnir til að taka á móti fyrirspurnum af ýmsu tagi og þess vegna hljóta allir jafningjafræðarar þriggja vikna þjálfun áður en lagt er upp í fræðslu.

Fyrir þá sem eru fæddir 1997, 1998 og 1999.  Starfið fer fram á tímabillinu: 23.maí – 15.Júlí 2016

Nánar um starfið

 

Sumarstörf fyrir ungmenni með fötlun

50% starf í 5 vikur, fyrir eða eftir hádegi.

Starfið felst í almennum garðyrkjustörfum.

Hæfniskröfur: Að ungmennið geti unnið í hóp með leiðbeinanda og þurfi litla sem enga aðstoð við daglegar athafnir.

Fyrir ungmenni fædd árin 1996, 1997, 1998 eða 1999.

Nánari upplýsingar: fyrir hádegi eftir hádegi 

 

Skráning umsækjenda hjá íþrótta- og æskulýðsfélögum

Starf hjá íþrótta- og æskulýðsfélögum, sem oft felur í sér að vera leiðbeinandi á námskeiðum fyrir börn.  

Ekki er nóg að sækja um starfið á vef borgarinnar, heldur þarf einnig að sækja um hjá viðkomandi félagi.  Þetta form er í raun skráning.

Vinsamlegast takið fram hvaða íþrótta- eða æskulýðsfélag er um að ræða í „Athugasemdir“ – undir „Annað“.

Nánar um starfið

 

 

Viðhorfskönnun Hins Hússins 2016

Við í Hinu Húsinu höfum farið af stað með viðhorfskönnun.

Starfsemi Hins Hússins er fjölbreytt og stöndum við að baki mörgum ólíkum verkefnum. Þau eiga þó öll sameiginlegt að vera á einn eða annan hátt í þágu ungs fólks í Reykjavík.

Það er afar mikilvægt fyrir okkur að vita hvernig upplýsingar um viðburði og kynningar ná til einstaklinga og því viljum við framkvæma þessa viðhorfskönnun til að átta okkur betur á því hver upplifunin er af starfsemi okkar og hverjar af tilkynningum okkar ná til tilætlaðra markhópa.

Við værum því afar þakklát ef þú sæir þér fært að svara þessari stuttu könnun, sem tekur um 5 mínútur, til að gera okkur betur kleift að átta okkur á hugmyndum þínum um starfsemi Hins Hússins og hvernig við getum staðið betur að því að kynna viðburði okkar.

[dt_button link=“http://hitthusid.is/konnun-2016/“ target_blank=“false“ button_alignment=“default“ animation=“fadeIn“ size=“medium“ style=“default“ bg_color_style=“default“ bg_hover_color_style=“default“ text_color_style=“default“ text_hover_color_style=“default“ icon=“fa fa-chevron-circle-right“ icon_align=“left“]Taka könnun[/dt_button]

 

Símon segir!

Í seinustu viku fengum við hjá Hinu húsinu til okkar vettvangsnema frá Háskóla Íslands sem mun fá að fylgjast með starfsemi Hins húsins næstu vikur.

Neminn heitir Símon Þorkell Símonarson Olsen og er á þriðja og seinasta árinu sínu í Tómstunda- og félagsmálafræði.

Símon hefur starfað hjá Reykjavíkurborg í fjölbreyttum störfum, flest tengd frístundarstarfi síðan 2011.

Áhugamál Símonar eru íþróttir og það skemmtilegasta sem að hann gerir er að stunda þær. Símon veit ekkert betra en að mæta á æfingar og hefur hann til dæmist hlaupið heilt maraþon (42 kílómetra) og er hann alveg líklegur til að gera það aftur við tækifæri. Símon hefur æft box í 6 ár og komst í keppnishóp í boxi árið 2012. Einnig hefur hann æft körfubolta í Fjölni. Símon hefur einnig stundað nám við íþróttafræði í háskóla og ætlar hann sér að klára bæði íþróttafræði og tómstunda- og félagsmálafræði. Símoni finnst afskaplega gaman að baka og er hann mjög góður bakari, hann er klár í eldhúsinu og getur matreit hina ýmsu rétti. Uppáhaldsmaturinn hans Símonar er stór bragðarefur í Ísbúð Vestubæjar og Jarðaberjahámark. Símon elskar hunda og hann á eitt eintak. Uppáhaldsspilin hans Símonar eru Varúlfur, Cards against humanity og fylgir Risk þar sterklega á eftir. Uppáhaldsþættinir hans Símonar eru Family guy og uppáhalds myndin hans er Mean girls. Uppáhalds hljómsveitin hans Símonar er Keane einnig heldur hann upp á Snow patrol, Coldplay, Muse og Killers.  Uppáhaldslitinir hans Símonar eru blár og appelsínugulur, samt aðalega blár.

Opnunartímar um hátíðarnar

https://www.facebook.com/hhhusid/posts/1216858901664083

Lokað snemma vegna jólafagnaðar

Starfsfólk Hins Hússins er ötult og duglegt fólk og á það alveg skilið að lyfta sér aðeins upp.  Þess vegna ætlum við að loka snemma og skella okkur á jólaskemmtun með indversku þema!  Hitt Húsið lokar kl. 15.00 í dag.  Skíðakortasala verður ekki opin í dag.

 

Hafið það yndislega gott um helgina og sjáumst á mánudagsmorgun!

Lokum klukkan 15 í dag

Hitt Húsið lokar klukkan 15 í daga vegna stormsins sem er yfirvofandi.  Einnig verður opið í Kjallaranum og Ábæ til 15:00.

 

Hér syngur Eivör um vindinn.  Vindurinn í dag munn dansa í einhverjum brjáluðum break-rythma í kvöld, svo verið bara innandyra.  Það er best.

Réttindi fólks á vinnumarkaði – jafnaðarkaup

Nú þegar desember hefur gengið í garð hefjast próftarnir og meðfylgjandi stress. Á sama tíma opnast fjáröflunarleiðir fyrir fjársvelta nema sem margir hverjir nýta hverja einustu mínútu til að afla sér dýrmætra tekna.
Mikið er um að ungt fólk ráði sig tímabundið í vinnu í jólafríinu og taka þau til margvíslegra starfa. Oftar en ekki er um að ræða tímabundna ráðningu í átaksstarf sem miðar að því að manna starfsemi yfir annasamasta tímabil ársins.

Þrátt fyrir að margt sé til fyrirmyndar þá er einnig algengt að ungt fólk sé ekki fullkomlega meðvitað um réttindi sín á vinnumarkaði og hafa atvinnurekendur verið staðnir að því að notfæra sér vanþekkingu starfsfólks. Við hjá Hinu Húsinu gerum okkar besta í hvívetna til að gæta hagsmuna ungs fólks og er vinnumarkaðurinn ekki undanskilinn. Núna í desember munum við vera iðin við að kynna fyrir ykkur réttindi fólks á vinnumarkaði. Munum við gera það með því að setja á facebook-síðu okkar greinar og myndbönd sem snúa að réttindum ungs fólks á vinnumarkaði. Fylgist því endilega með og sjáið til þess með okkur að allir fái það sem þeir eigi skilið.

Það fyrsta sem við tökum fyrir er hin eilífa mýta um jafnaðarkaup.

Á vef Áttavitans er fjallað ítarlega um jafnaðarkaup, en þar segir meðal annars:

„Jafnaðarkaup er ekki til í kjarasamningum en þó eru dæmi um að atvinnurekendur hafi samið við starfsmenn um slíkt. Algengt er að fólki sem starfar í blandaðri vinnu, þ.e. dag-, kvöld- og helgarvinnu sé boðið jafnaðarkaup. Jafnaðarkaup er hugtak sem vinnuveitendur hafa fundið upp, enda hljómar það vel við fyrstu sýn. Þá er starfsmanninum boðið kaup sem er örlítið hærra en kaup fyrir klukkutímann í dagvinnu. Hins vegar fær þá starfsmaðurinn sömu laun á tímann fyrir kvöld- og helgarvinnu. Oft er um að ræða vinnustaði þar sem kvöld- og helgarvinnan er algengari, svo sem kaffihús og veitingastaði sem frekar eru opnir um kvöld og helgar. Iðulega er það því launþeginn sem tapar á þessu fyrirkomulagi.“

Við hvetjum ykkur til að lesa greinina í heild sinni, en hana má nálgast hér.

Og svo smá einnig sjá afar skemmtilegt myndband sem skýrir í háalvarlegu háði kjarna málsins.

 

Kæti og kassagítarrokk í Kjallaranum

Í Hinu Húsinu er mikið af fjölbreyttri starfsemi sem hefur það að megin–markmiði að þjónusta eins breiðan hóp ungs fólks og hægt er. Í kjallara Hins Hússins, sem og í ný opnuðu húsnæði við Rafstöðvarveg, er athyglinni beint að ungmennum með sérþarfir. Þar eru um 40-50 ungmenni daglega, í starfi sem miðar að því að veita þeim aðstöðu og aðstoð í frístundum. Þar starfar með þeim hópur af ungu og alúðlegu fólki sem nýtur þeirra forréttinda að starfa með ungmennunum.

Við litum við og spjölluðum við nokkur ungmenni í starfinu og fengum að grenslast aðeins fyrir um það sem drífur á daga snillinganna í frístundastarfinu.

Árný (18)IMG_4675

Ert þú í skóla?
Já ég er í skóla. Ég er í Borgó

Hvað ertu að læra þar?
Bara alls konar, tónlist og svona.

Já, en hvað finnst þér skemmtilegast að læra?
Mér finnst skemmtilegast að læra tónlist og leiklist.

Svo þegar þú kemur í Hitt Húsið, hvað finnst þér þá skemmtilegast að gera?
Annaðhvort fer ég á bookið (facebook) eða dett í smá (slær á gítarinn).
Gítarinn? Spilarðu mikið á gítar?
Já, en bara þessa tegund, af því að ég er alin upp við það.

Svona kassagítarrokk?
Já.

Áttu marga góða vini hérna í Húsinu?
Katrín, sko sá sem var í Gay Pride, hann var að spyrja hana um mig.

Já, en þið eruð góðar vinkonur?
Katrín: Já við kynntumst í Reykjadal.

Áttu þér einhvern uppáhalds starfsmann hérna í Hinu Húsinu?
Kannski bara alla, en ef við þyrftum að velja, þá kannski Nói, af því að hann þekkir… *tekur smá rispu á gítarinn*. Hann þekkir Helga Björns. Þetta er eini ættinginn sem ég get táknað með tali á táknmáli *leikur poppstjörnu*. Þetta er eini ættinginn í heiminum sem ég kann á táknmáli.

En segðu mér eitt, þegar þú ert ekki í Hinu Húsinu, hvað finnst þér þá skemmtilegast að gera?
Bara að vera heima. Veistu hvað, kötturinn minn er dáinn. Hann hét Keli.

Æjj, en leiðinlegt. Ætlarðu að fá þér nýjan kött?
Já, ég er sko búinn að ráða einn nýjan. Hann heitir Ljónsi. En ég held að hann sé ekki kominn. Við ætlum að ættleiða hann, en við vitum ekki alveg með hann.

Hrannar (19)IMG_4658

Hvað heitir þú fullu nafni Hrannar?
Hrannar Halldórsson Backman, takk fyrir.

Hvað ertu gamall?
19… að verða 20 ára. Svo verð ég bara stúdent í vor.

Nice! Stúdent hvaðan?
Úr FÁ.

Hvað ertu búinn að vera lengi hérna í Hinu Húsinu?
Ég var 16 ára þegar ég byrjaði hérna. Svo varð ég 17 ára, svo varð ég 19 ára. Þannig að þetta er ábyggilega þriðja árið mitt hérna.

Hvað gerir þú yfirleitt í Hinu Húsinu?
Við förum bara oftast á bókasafnið, og svo fer ég í, við höfum samt lítið verið að fara í sund þessa dagana. En bókasafnið og stundum förum við í sund og líka þú veist, förum við bara allskonar. En það er stundum verið að plana eitthvað annað og þess vegna verð ég stundum fúll.

Hvað gerir þú yfirleitt áður en þú mætir í Hitt Húsið?
Ég er í skólanum. Það er bara að vakna klukkan 8 á morgnanna, þá kemur pabbi og við græjum morgunmatinn og svo kemur hann með burstann minn. Svo þá, þá barasta, hitt og þetta. Svo fer ég í skólann og hitt og þetta.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera hérna í Hinu Húsinu?
Nú bara, bara sko það sem mér finnst gaman að gera. En stundum bara gengur ekki upp að gera það sem manni finnst gaman að gera og þá verður maður svolítið leiður.

Áttu marga góða vini hérna í Hinu Húsinu?
Nei þeir eru bara allir farnir í nýja Hitt Húsið. Sigtryggur og Margeir, það voru bara tveir vinir sem ég átti sem eru farnir í nýja Hitt Húsið og ég bara sakna þeirra mikið. Ég vil bara frekar að þeir séu hér hjá mér. Ég er ekki vanur að deila vinskapnum með öðrum gaurum.

Já ég skil. Langar þig kannski að vera í nýja Hinu Húsinu?
Nei, því þá get ég ekki verið nálægt fólkinu hérna, þú veist. Verið nálægt ykkur, eða öllum hinum í húsinu. Það er bara svoleiðis

Áttu einhvern uppáhalds starfsmann hérna í Hinu Húsinu?
Það eru svo margir sem eru hættir. Styrmir var uppáhaldið mitt og Kamilla var líka uppáhaldið mitt en hún er í FÁ núna. Og svo var það Jónsi, sem býr í sömu götu og ég hjóla alltaf á. En svo eru það allir aðrir sem fóru eitthvað allt annað skilurðu.

En þegar þú ert ekki í Hinu Húsinu, hvað finnst þér þá gaman að gera?
Ég er í ræktinni, er með einkaþjálfara. Og svo er ég bara að hitta Hjálmar vin minn sem var íþróttakennarinn minn í Hagaskóla og það er alveg freistandi, maður, að fara og fá sér einn kakóbolla eða kökusneið með honum. Eða bara að fara í bakaríið með honum, Björnsbakarí. Það er ekki bara Hjálmar sem ég hitti oftast. Stundum þá hitti ég hann Harald vin minn sem var einu sinni íslenskukennari í Hagaskóla. Og við bröllum alltaf eitthvað skemmtilegt, förum á Þjóðminjasafnið, bakaríið og allskonar skemmtilegt. Næstum því eins og við Hjálmar.

Þegar þú ert í fríi eða ert heima, hvað finnst þér þá skemmtilegast að gera?
Mér leiðist oftast, þegar það er ekkert að gerast. Og þegar ég fer í bíó, þá bara leiðist mér þegar myndin er búin. Það er ekkert gaman að láta sér leiðast. Það er bara hundfúllt. En stundum er eitthvað skemmtilegt. Maður fær að fara í bíó eða að hitta gömlu vini sína, sem eru í Júróvisjón-bústaðnum. Hefur þú horft á Júróvisjón?

IMG_4654

Iðunn (18)

Hvað hefur þú verið lengi hérna í Hinu Húsinu?
Hummm… nei. En ég hef verið að mæta hérna síðan 2013. Ég hef verið að mæta hingað í 2 ár.

Hvað gerir þú yfirleitt áður en þú mætir í Hitt Húsið?
Ég er í skóla. Ég er í FB.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í skólanum?
Enska og íslenska og handmennt og í útikennslu.

Já ok, hvað gerið þið í útikennslu?
Við eldum eitthvað nýtt og svona.

En þegar þú kemur í Hitt Húsið, hvað finnst þér þá skemmtilegast að gera?
Að leika við strákana.

Ok, áttu marga góða vini hérna í Hinu Húsinu?
Já, það eru margir góðir vinir hérna og svo eru starfsmennirnir líka skemmtilegir.

Já, eru starfsmennirnir hérna skemmtilegir, er kannski einhver einn sem þér finnst skemmtilegastur, ef svo er hver þá?
Já margir. En ef ég þarf að velja einn þá væri það, Jói, eða Samúel.

En þegar þú ert ekki í Hinu Húsinu, hvað finnst þér þá gaman að gera?
Mmmm, að hafa það kózý heima og að hitta hana ömmu mína.

Ef þú mættir breyta einhverju einu eða bara öllu í Hinu Húsinu hvað myndi gera þetta fullkomið fyrir þig?
Uhm, ég myndi….. fá einhvern til að syngja.

Já, einhvern söngvara í vinnu, sem væri bara að vinna við það allan daginn að syngja?
Já, ég meina einhvern frægan. Þá væri það fullkomið að vera hérna í Hinu Húsinu.

 

Þessi viðtöl birtust fyrst í Hitt Magazín.