Pólitísk Partý 26. október

Á morgun, þann 26. október,  verður ,,Pólitískt partý“ #ÉgKýs í Hinu húsinu í samstarfi við ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna.
Viðburðurinn var líka haldinn í fyrra og var hann fjölsóttur og heppnaðist vel og því stendur til að halda hann aftur!

Hvert framboð skipar einn ungan frambjóðanda í pallborð sem fer með stutta framsögu um stefnumál sín og síðan verður tekið við spurningum úr sal. Lögð verður áhersla á þau málefni sem brenna hvað helst á ungu fólki í aðdraganda kosninganna 28. október. Þetta er kjörið tækifæri til að tengja ungt fólk við pólitíkina og er þessi vettvangur fyrir ungt fólk til að spyrja unga frambjóðendur spjörunum úr.

Partýið byrjar kl. 19:00 – pizzur verða í boði Dominos Íslandi og gos í boði CCEP Íslandi.

#ÉgKýs er lýðræðisátak sem felst í því að hvetja ungt fólk til að kjósa eftir upplýstri ákvörðun og efla kosningaþátttöku þess.
Hægt er að lesa meira um lýðræðisátakið hér.

Við hlökkum til að sjá sem flesta á morgun, 26. október, kl. 19:00 í Hinu húsinu!

Upplýsingamiðstöð Hins Hússins leitar að starfsmanni

Starfsauglýsing 2017

Skráning á flóamarkað

[gravityform id=“28″ title=“true“ description=“true“]

Dagskrá Hins Hússins 20.okt – 12 nóv

dagskra-okt-nov

Viltu vinna með okkur?

Frístundaráðgjafi í Upplýsingamiðstöð Hins Hússins

Í Upplýsingamiðstöðinni er mikið líf og fjör.  Þanga koma alls konar ungmenni í mismunandi tilgangi og það er hlutverk starfsfólksins að taka á móti þeim.  Nú hefur losnað hjá okkur staða og við erum að leita að nýjum samstarfsfélaga!

Við leitum eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi einstakling í starf frístundarráðgjafa með verkefnastjórnun. Um fjölbreytt og krefjandi starf er að ræða þar sem reynir á mannleg samskipti. Starfið er í Upplýsingamiðstöð Hins Hússins sem er lifandi starfsumhverfi. Einstaklingurinn hefur tækifæri til að skapa vettvang fyrir ungt fólk til að koma verkefnum sínum í framkvæmd. Starfið krefst mikillar skipulagshæfni, hæfni í viðburðastjórnun, reynslu af textasmíðum og almennra faglegra vinnubragða.

Umsækjandi verður að geta hafið störf 1. júní næstkomandi.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Umsjón með reglulegum viðburðum Upplýsingamiðstöðvar Hins Hússins.
 • Umsjón og skrif á vefsíðunni Áttavitinn.is og Hitthusid.is
 • Umsjón með samfélagsmiðlum Hins Hússins.
 • Veita ungu fólki aðstoð og styðja þau í að koma hugmyndum sínum á framfæri og í framkvæmd.
 • Þátttaka í starfsáætlun ungmennahússins.
 • Hópstjórn og fagleg aðstoð fyrir hópa sem vinna innan ungmennahússins.

Hæfniskröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi.
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Reynsla og áhugi á faglegu starfi með ungu fólki.
 • Mjög góð tök á íslensku og reynsla af textasmíð æskileg.
 • Góð tölvukunnátta; þekking á vefumsjón og WordPress er kostur.
 • Lögð er áhersla á færni í mannlegum samskiptum.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 18.5.2016
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sandra Gísladóttir í síma 411-500/695-5109 og tölvupósti sandra.gisladottir@reykjavik.is
Hitt Húsið
Hitt Húsið – Upplýsingamiðstöð
Pósthússtræti 3-5
101 Reykjavík

Viðhorfskönnun Hins Hússins 2016

Við í Hinu Húsinu höfum farið af stað með viðhorfskönnun.

Starfsemi Hins Hússins er fjölbreytt og stöndum við að baki mörgum ólíkum verkefnum. Þau eiga þó öll sameiginlegt að vera á einn eða annan hátt í þágu ungs fólks í Reykjavík.

Það er afar mikilvægt fyrir okkur að vita hvernig upplýsingar um viðburði og kynningar ná til einstaklinga og því viljum við framkvæma þessa viðhorfskönnun til að átta okkur betur á því hver upplifunin er af starfsemi okkar og hverjar af tilkynningum okkar ná til tilætlaðra markhópa.

Við værum því afar þakklát ef þú sæir þér fært að svara þessari stuttu könnun, sem tekur um 5 mínútur, til að gera okkur betur kleift að átta okkur á hugmyndum þínum um starfsemi Hins Hússins og hvernig við getum staðið betur að því að kynna viðburði okkar.

[dt_button link=“http://hitthusid.is/konnun-2016/“ target_blank=“false“ button_alignment=“default“ animation=“fadeIn“ size=“medium“ style=“default“ bg_color_style=“default“ bg_hover_color_style=“default“ text_color_style=“default“ text_hover_color_style=“default“ icon=“fa fa-chevron-circle-right“ icon_align=“left“]Taka könnun[/dt_button]

 

Símon segir!

Í seinustu viku fengum við hjá Hinu húsinu til okkar vettvangsnema frá Háskóla Íslands sem mun fá að fylgjast með starfsemi Hins húsins næstu vikur.

Neminn heitir Símon Þorkell Símonarson Olsen og er á þriðja og seinasta árinu sínu í Tómstunda- og félagsmálafræði.

Símon hefur starfað hjá Reykjavíkurborg í fjölbreyttum störfum, flest tengd frístundarstarfi síðan 2011.

Áhugamál Símonar eru íþróttir og það skemmtilegasta sem að hann gerir er að stunda þær. Símon veit ekkert betra en að mæta á æfingar og hefur hann til dæmist hlaupið heilt maraþon (42 kílómetra) og er hann alveg líklegur til að gera það aftur við tækifæri. Símon hefur æft box í 6 ár og komst í keppnishóp í boxi árið 2012. Einnig hefur hann æft körfubolta í Fjölni. Símon hefur einnig stundað nám við íþróttafræði í háskóla og ætlar hann sér að klára bæði íþróttafræði og tómstunda- og félagsmálafræði. Símoni finnst afskaplega gaman að baka og er hann mjög góður bakari, hann er klár í eldhúsinu og getur matreit hina ýmsu rétti. Uppáhaldsmaturinn hans Símonar er stór bragðarefur í Ísbúð Vestubæjar og Jarðaberjahámark. Símon elskar hunda og hann á eitt eintak. Uppáhaldsspilin hans Símonar eru Varúlfur, Cards against humanity og fylgir Risk þar sterklega á eftir. Uppáhaldsþættinir hans Símonar eru Family guy og uppáhalds myndin hans er Mean girls. Uppáhalds hljómsveitin hans Símonar er Keane einnig heldur hann upp á Snow patrol, Coldplay, Muse og Killers.  Uppáhaldslitinir hans Símonar eru blár og appelsínugulur, samt aðalega blár.

Lokað snemma vegna jólafagnaðar

Starfsfólk Hins Hússins er ötult og duglegt fólk og á það alveg skilið að lyfta sér aðeins upp.  Þess vegna ætlum við að loka snemma og skella okkur á jólaskemmtun með indversku þema!  Hitt Húsið lokar kl. 15.00 í dag.  Skíðakortasala verður ekki opin í dag.

 

Hafið það yndislega gott um helgina og sjáumst á mánudagsmorgun!

Réttindi fólks á vinnumarkaði – jafnaðarkaup

Nú þegar desember hefur gengið í garð hefjast próftarnir og meðfylgjandi stress. Á sama tíma opnast fjáröflunarleiðir fyrir fjársvelta nema sem margir hverjir nýta hverja einustu mínútu til að afla sér dýrmætra tekna.
Mikið er um að ungt fólk ráði sig tímabundið í vinnu í jólafríinu og taka þau til margvíslegra starfa. Oftar en ekki er um að ræða tímabundna ráðningu í átaksstarf sem miðar að því að manna starfsemi yfir annasamasta tímabil ársins.

Þrátt fyrir að margt sé til fyrirmyndar þá er einnig algengt að ungt fólk sé ekki fullkomlega meðvitað um réttindi sín á vinnumarkaði og hafa atvinnurekendur verið staðnir að því að notfæra sér vanþekkingu starfsfólks. Við hjá Hinu Húsinu gerum okkar besta í hvívetna til að gæta hagsmuna ungs fólks og er vinnumarkaðurinn ekki undanskilinn. Núna í desember munum við vera iðin við að kynna fyrir ykkur réttindi fólks á vinnumarkaði. Munum við gera það með því að setja á facebook-síðu okkar greinar og myndbönd sem snúa að réttindum ungs fólks á vinnumarkaði. Fylgist því endilega með og sjáið til þess með okkur að allir fái það sem þeir eigi skilið.

Það fyrsta sem við tökum fyrir er hin eilífa mýta um jafnaðarkaup.

Á vef Áttavitans er fjallað ítarlega um jafnaðarkaup, en þar segir meðal annars:

„Jafnaðarkaup er ekki til í kjarasamningum en þó eru dæmi um að atvinnurekendur hafi samið við starfsmenn um slíkt. Algengt er að fólki sem starfar í blandaðri vinnu, þ.e. dag-, kvöld- og helgarvinnu sé boðið jafnaðarkaup. Jafnaðarkaup er hugtak sem vinnuveitendur hafa fundið upp, enda hljómar það vel við fyrstu sýn. Þá er starfsmanninum boðið kaup sem er örlítið hærra en kaup fyrir klukkutímann í dagvinnu. Hins vegar fær þá starfsmaðurinn sömu laun á tímann fyrir kvöld- og helgarvinnu. Oft er um að ræða vinnustaði þar sem kvöld- og helgarvinnan er algengari, svo sem kaffihús og veitingastaði sem frekar eru opnir um kvöld og helgar. Iðulega er það því launþeginn sem tapar á þessu fyrirkomulagi.“

Við hvetjum ykkur til að lesa greinina í heild sinni, en hana má nálgast hér.

Og svo smá einnig sjá afar skemmtilegt myndband sem skýrir í háalvarlegu háði kjarna málsins.

 

10 boðorð sjálfstæðrar kvikmyndagerðar í Hinu Húsinu 10. okt

Að gera kvikmyndir getur verið langt, strangt og kostnaðarsamt ferli. Það hefur því verið erfitt fyrir einstaklinga sem hafa ekki trausta bakhjarla, að framleiða og gera kvikmyndir. Tækninni fleygir hinsvegar stöðugt fram og með henni opnast möguleikar sem áður stóðu ekki til boða.

Línurnar á milli þess að vera fagmaður og „amatör“ hafa því stöðugt orðið óskýrari. Í dag sjáum við til dæmis kvikmyndir á stórum, virtum kvikmyndahátíðum sem skotnar voru á farsíma (sbr: http://www.theverge.com/2015/1/28/7925023/sundance-film-festival-2015-tangerine-iphone-5s )

Á þessu kvöldi munum við því velta fyrir okkur þeim möguleikum sem ódýr hversdagstækni býður ungu kvikmyndargerðarfólki uppá. Við munum velta fyrir okkur lýsingu, sjónarhornum, tækni og sjálfstæðum (ódýrum) trikkum sem geta hjálpað þér að koma hugmyndinni þinni úr hausnum og á tjaldið.

Fyrirlesari verður Bjarni Svanur Friðsteinsson, kvikmyndagerðarmaður og útskriftarefni úr Kvikmyndaskóla Íslands. Bjarni hefur framleitt og komið að ótal verkefnum í kvikmyndaiðnaniðunum bæði hér heima sem og erlendis. Mun hann fjalla um hin 10 boðorð sjálfstæðrar kvikmyndagerðar og svara spurningum og vangaveltum þátttakenda.

Við hvetjum alla, stutt sem lengra komna, í kvikmyndagerð til að koma og diskútera með okkur þá möguleika sem sjálfstæðu kvikmyndagerðarfólki standa til boða.

Þátttaka er ókeypis.

Græju Bonanza í Hinu Húsinu

Kæru vinir.

Laugardaginn 10. okt munum við standa fyrir Græjumarkaði hérna í Pósthússtrætinu. Þar gefst þér tækifæri á að koma og losa þig við gamlar græjur sem þú ert annaðhvort kominn með leið á, hafðir aldrei not fyrir eða keyptir og lærðir aldrei á.

Þetta er hugsað sem bæði sem skipti og sölumarkaður. Því getur þú vel mætt á svæðið og fengið að skoða það sem til boða er. Fyrir þá sem eiga mikið til losa sig við þá geta þeir skráð sig og tekið frá borð til að koma dóti sínu fyrir á. Það verða magnar á svæðinu til prófa og tengja dót í. Einnig hvetjum þá sem eru með eitthvað raftónlistartengt að koma með headphone eða annað slíkt til að geta sýnt betur fram á virkni þeirra hluta sem þið eruð að losa ykkur við.

Skráning á viðburðin fer fram hér:

 

[dt_button size=“big“ style=“default“ animation=“none“ color_mode=“default“ icon=“fa icon-pencil“ icon_align=“left“ color=““ link=“http://hitthusid.is/graejubonanaza/“ target_blank=“true“]Fara á skráningar síðu![/dt_button]