Fatamarkaður í Hinu Húsinu 11. apríl

Á morgun, laugardaginn 11. apríl, verður haldinn fatamarkaður í upplýsingamiðstöð Hins Hússins.

Þar kemur saman stór hópur af ungum stúlkum í þeim tilgangi að losa sig undan byrgðum klæða sem ekki eru lengur í notkun og gefa þeim um leið nýtt líf. Gefst þar klæðalitlum frábært tækifæri á því að sækja á sig nýjar spjarir.
Lofa þær miklum dýrðum en samtals verða þetta 16 stúlkur sem ætla að koma saman og slá slám sínum saman í mikla fataveislu. Spjarirnar verða á kostakjörum, nýlegar, fjölbreyttar og flottar að þeirra sögn.

Því ætti enginn sem áhuga hefur á skikkanlegum klæðaburði að láta þetta góða tækifæri til að stokka upp í fataskáp sínum framhjá sér fara.

Markaðurinn hefst stundvíslega kl. 13:00 og mun hann standa til 17:00 aðeins þennan eina laugardag.

Við vonumst til að sjá ykkur sem flest hér í götumarkaðsstemningu í Upplýsingamiðstöð Hins Hússins.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *