
NÝ SÝNING Í GALLERÍ TUKT
12 – 26 ÁGÚST
FRÁ LISTAKONUNNI SJÁLFRI:
IHAVELOSTMYSELF I’MSORRY fjallar um allt það sem er stanslaust í huga mér. IHAVELOSTMYSELF I’MSORRY eru myndræn skilaboð til sjálfs míns. Fjallar um kvíðann, þunglyndið, grímuna og expression-ið sem maður verður að nýta í sköpunarheiminum til þess að “cope-a“. IHAVELOSTMYSELF I’MSORRY er einungis smá brot úr heimi mínum.
Þetta er viðfangsefni sem hefur fylgt mér lengi,- ákveðið “LOOP“ sem kemur aftur og aftur til mín í öllu sem ég geri. Ég er búin að vera að berjast gegn þessu viðfangsefni,- núna er ég að læra að sleppa tökunum og leyfa því bara að flæða og taka yfir sköpunarheiminn minn.
-Blönduð tækni/efni/aðferð
-Teikningar/ljóð/texti
-Málverk =Absrakt/fígúratíft
-Efni =Acrylic/Blek/Spray