List án landamæra

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]

List án landamæra -árleg listahátíð með áherslu á fjölbreytileika mannlífsins

Allir sem vilja geta tekið þátt! Á hátíðinni vinnur listafólk saman að fjölbreyttri list með frábærri útkomu. Það leiðir til auðugra samfélags og aukins skilnings manna á milli.  Hátíðin er vettvangur eða þak yfir viðburði og hefur það að markmiði að vera síbreytileg og lifandi. Hátíðin er ekki stofnun heldur grasrótarsamtök.

Hátíðin er haldin um allt land að vori og stendur yfir í 2-3 vikur. Viðburðir eru að meðaltali um 60 talsins og þátttakendur/listafólk á sjötta hundrað.

Ávinningur af listahátíðinni List án landamæra

  • List án landamæra leggur áherslu á jákvæða birtingarmynd fólks með fötlun sem fullgildra þátttakanda.
  • Listafólk og þátttakendur í hátíðinni eru fyrirmyndir. Áhrifamáttur fyrirmynda er mikill og mikilvægt að fyrirmyndir séu ,,alls konar’’ og spegli samfélagið í sinni fjölbreyttustu mynd.
  • List án landamæra eykur skapandi virkni og hvetur til þátttöku í menningarlífinu.
  • Á hátíðinni skarast ósýnileg landamæri.
  • List án landamæra skapar tækifæri.
  • List án landamæra greiðir leiðir og tengir fólk saman.
  • List án landamæra stuðlar að aukinni þekkingu sem leiðir af sér minni fordóma.
  • List án landamæra eykur jákvæða umfjöllun um fólk með fötlun í fjölmiðlum.
  • List án landamæra skapar vettvang milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks og eykur þannig fjölbreytileika mannlífsins í Reykjavík og á landinu öllu.
  • Í kringum hátíðina eykst jákvæð umfjöllun í fjölmiðlum um fólk með fötlun til muna!

Af hverju?

Með því að skapa vettvang skapar maður tækifæri. Leiðir opnast, jafnvel inn á nýjar brautir og með því að kynna saman hópa og einstaklinga opnast alltaf fleiri og fleiri dyr og tækifæri.

List án landamæra er þannig hátíð þess mögulega, hátíð margbreytni og tækifæra fyrir alla.

Markmið

Markmið hátíðarinnar er að auka gæði, gleði, aðgengi, fjölbreyttni og jafnrétti í menningarlífinu.Við viljum koma list fólks með fötlun á framfæri og koma á samstarfi á milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks.  Sýnileiki ólíkra einstaklinga er mikilvægur, bæði í samfélaginu og í samfélagsumræðunni. Sýnileiki hefur bein áhrif á jafnrétti á öllum sviðum.

 

[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/3″][vc_single_image image=“639″ border_color=“grey“ img_link_large=““ img_link_target=“_self“ alignment=“center“][dt_teaser type=“uploaded_image“ target=“blank“ lightbox=““ style=“2″ content_size=“big“ background=“fancy“]

Íris Stefanía Skúladóttir

Framkvæmdastýra Listar án landamæra

S: 691-8756 og 411-5534

listanlandamaera@gmail.com

List án landamæra á Facebook[/dt_teaser][vc_empty_space height=“10px“][dt_button link=“http://www.listin.is/“ target_blank=“false“ size=“small“ style=“default“ button_alignment=“default“ color_mode=“default“ color=“#888888″ icon_align=“left“]Vefsíða Listar án landamæra[/dt_button][/vc_column][/vc_row]