Menning

Við erum aðsetur menningar: Að skapa er að finna upp, gera tilraunir, vaxa, brjóta reglur, gera mistök og skemmta sér. En þessi skilgreining á vel við það menningarstarf sem fram fer hjá okkur, Hinu Húsinu menningar-og upplýsingarmiðstöð ungs fólks.

Hitt húsið stendur fyrir flóamörkuðum og hönnunarmörkuðum reglulega.  Ungu fólki á aldrinum 16-25 gefst tækifæri á að vera með söluborð.

Nánar um markaði

Götuleikhús Hins Hússins tekur til starfa á sumrin og hristir upp í menningarlífi borgarbúa.  Ár hvert starfar hópur ungs fólks við að skapa list og lífga upp á stræti borgarinnar.

Nánar um götuleikhús

Ungu fólki á aldrinum 17-25 ára með lögheimili í Reykjavík gefst kostur á að sækja um í Listhópa Hins hússins.  Hópum eða einstaklingum býðst að starfa í 8 vikur við framkvæmd eigin verkefna á sviði lista.

Nánar um Listhópar

Unglist, listahátíð ungs fólks hefur það að markmiði að hefja list ungs fólks á Íslandi til vegs og virðingar ásamt því að fagna og vekja athygli á menningu þeirra. Dansinn dunar, hljóðfæri eru þanin, leikarar etja kappi  í spuna, fyrirsætur spranga um tískupalla og óheft myndsköpun og skáldskapur eiga sinn fasta sess á hátíðinni.

Nánar um Unglist

Tónlistarhátíð sem stendur yfir í 1 viku fyrir tónlistarfólk á aldrinum 13-25 ára.  Tónlistarhátíðin samanstendur af 4-5 undankvöldum og úrslitakvöldi, þar sem sigurvegararnir fá glæsileg verðlaun af ýmsum toga.  Einnig eru efnilegustu/bestu hljóðfæraleikararnir valdir og vinsælasta hljómsveit meðal áhorfenda/hlustenda kosin með símakosningu.

Nánar um Músíktilraunir

Staður þar sem ungt fólk getur komið list sinni á framfæri án þess að þurfa að borga krónu fyrir.  Hljóðverk, myndlistarverk, teiknimyndir, vídjóverk, skúlptúrar, ljósverk, -allt má!

Nánar um Gallerí Tukt

Árlegur viðburður þar sem fyrirtæki og samtök sem bjóða upp á vettvang fyrir ungt fólk til að halda út í heim fá tækifæri til að kynna sig.

Nánar um Útþrá

Ísland státar sig af alveg ótrúlega mörgum framúrskarandi tónlistarmönnum.  Margir þeirra hafa stigið sín fyrstu skref í Hinu Húsinu og þannig komið sér betur á framfæri.  4/4 (lesist: Fjórir fjórðu) er tónleikaröð yfir vetrartímann sem er hugsuð sem vettvangur fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára til að koma tónlist sinni á framfæri.