4/4 tónleikaröðin

Ísland státar sig af alveg ótrúlega mörgum framúrskarandi tónlistarmönnum.  Margir þeirra hafa stigið sín fyrstu skref í Hinu Húsinu og þannig komið sér betur á framfæri.  4/4 (lesist: Fjórir fjórðu) er tónleikaröð yfir vetrartímann sem er hugsuð sem vettvangur fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára til að koma tónlist sinni á framfæri jafnframt því að fá reynslu í því að sjá um tónleika. Hitt Húsið útvegar aðstöðu og tækjabúnað til tónleikahalds og býr með því til vettvang í samstarfi við ungt tónlistarfólk þar sem að það getur öðlast reynslu.  Tónleikarnir fara fram á laugardageftirmiðdögum í Betri stofu Hins Hússins.
Svo að nú er bara að byrja á að æfa sig og skrá sig síðan til þátttöku sem fyrst því giggin eru fljót að fjúka!

Ása Hauksdóttir

Deildarstjóri menningardeildar Hins Hússins

S: 411-5526

asa@hitthusid.is

Sæktu um að spila í á tónleikaröðinni 4/4.

1 Comment

Lokað er fyrir athugasemdir