Listhópar Hins Hússins

Ungu fólki gefst kostur á að sækja um og  koma með hugmyndir að skapandi verkefnum og valdir hópar eða einstaklingar fá síðan tækifæri til að vinna að hugmyndum sínum í átta vikur yfir sumartímann.  Þessi verkefni eru afar fjölbreytt, skapandi og skemmtileg og eru sýnileg víða í Reykjavíkurborg.  Í gegnum árin hafa margir af okkar fremstu listamönnum innan allra listgreina tekið sín fyrstu skref í Listhópum Hins Hússins.

Reykjavíkurborg er staðurinn  þar sem allt getur gerst og von er á óvæntu stefnumóti við listagyðjuna. yfir sumartímann.

Fylgstu með viðburðum Listhópa

Hvernig sæki ég um?

Ungu fólki á aldrinum 17-25 ára með lögheimili í Reykjavík gefst kostur á að sækja um í Listhópa Hins hússins. Útprentuðum umsóknum skal skilað fyrir 27. mars í Hitt húsið, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík, merktum “Listhópar Hins hússins,” en auk þess þarf að sækja um verkefnið á vef Reykjavíkurborgar og þarf útprentuð staðfesting frá þeim að fylgja umsókninni. Athugið að eingöngu er um laun til einstaklinga að ræða en ekki önnur fjármögnun á verkefninu.

Störfin eru einungis fyrir aðila með lögheimili í Reykjavík. Hópum eða einstaklingum býðst að starfa í 8 vikur við framkvæmd eigin verkefna á sviði lista. Skila þarf inn umsókn þar sem fram koma eftirfarandi upplýsingar um verkefnið:

 • Greinargóð lýsing á verkefninu, umfangi þess og markmiðum.
 • Tíma- og verkáætlun verkefnisins.
 • Fjárhagsáætlun.
 • Upplýsingar um aðstandendur verkefnisins og tilgreina einn aðila sem tengilið verkefnisins.

Umsóknarfrestur í Listhópa Hins Hússins 2017

Útprentuðum umsóknum skal skilað fyrir 27. mars í Hitt húsið, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík, merktum “Listhópar Hins hússins,” en auk þess þarf að sækja um verkefnið á vef Reykjavíkurborgar og þarf útprentuð staðfesting frá þeim að fylgja umsókninni. Athugið að eingöngu er um laun til einstaklinga að ræða en ekki önnur fjármögnun á verkefninu.  Störfin eru einungis fyrir aðila með lögheimili í Reykjavík.

Afgreiðsla umsókna

4 manna nefnd skipuð forstöðumanni Hins hússins, deildarstjóra menningarmála Hins Hússins, fulltrúa frá LHÍ og einum utankomandi aðila tengdum menningu og listum fer yfir umsóknirnar og velur ákjósanleg verkefni.

Þættir sem nefndin hefur m.a. til hliðsjónar við verkefnaval:
 •  Markmið,verkáætlun og framkvæmd.
 • Frumleika hugmyndarinnar.
 • Samfélagsleg vídd verkefnisins.
 • Reynsla umsækjenda.
 • Fjárhagslegur bakhjarl verkefnisins sé tryggður.
 • Fjölbreytni í verkefnavali/ vægi á milli listgreina-málaflokka.
 • Kynjahlutfall umsækjenda.
 • Gæði umsóknarinnar

ATH. Gerð er sú krafa að þeir sem að fá úthlutað taki þátt í sameiginlegri dagskrá Listhópa Hins Hússins á þremur Föstudagsfiðrildum sem fara fram í miðborg Reykjavíkur á tímabilinu og á 17. júní og Menningarnótt.

Listhópar 2017:

TÓNSION

TÓNSION Tónsion er tveggja manna gjörningateymi þeirra Halldórs Sörla og Victoriu Bjarkar. Nafnið Tónsion er tilbúið orð, samansett úr orðunum…

RUSL

RUSL Tvíeykið RUSL samanstendur af Guðbrandi Loka Rúnarssyni og Róberti Ristó Hlynssyni Cedergren. RUSL ætlar í sumar að tína upp…

Ritsveinn á rápi

RITSVEINN Á RÁPI Jakob Birgisson er 18 ára nemandi við Menntaskólann í Reykjavík. Hann hefur komið að ýmsum verkefnum á…

RASK

RASK Tilraunalisthópurinn RASK leitast við að nota tækni sem skapandi miðil til að sameina ólíkar listgreinar. Hópurinn samanstendur af Jökli…

PASHN

PASHN Listakonurnar Ragnhildur Veigarsdóttir og Ása Bjartmarz kynntust í Listaháskóla Íslands og luku öðru ári í Skapandi tónlistarmiðlun núna í…

Miðbæjarkvartettinn

MIÐBÆJARKVARTETTINN Miðbæjarkvartettinn er a capella söngkvartett sem flytur fjölbreytta tónlist. Meðlimir hópsins eru Bjarmi Hreinsson, Rögnvaldur Konráð Helgason, Silja Garðarsdóttir…

Haltu Takti

HALTU TAKTI Á bakvið verkefnið Haltu Takti eru þeir Árni Jónsson og Dagur Logi Ingimarsson, texta- og taktsmiðir. Báðir hafa…

Götusól

GÖTUSÓL Ragna Sól Evudóttir er myndlistakona sem ætlar að vera með allskonar skemmtilegheit á götum Reykjavíkur í sumar undir nafninu…

Dúóið Ýr og Agga

DÚÓIÐ ÝR OG AGGA Dúóið Ýr og Agga skipa flautuleikarinn Kristín Ýr Jónsdóttir og fiðluleikarinn Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir sem stunda…

Baldur Dýrfjörð

BALDUR DÝRFJÖRÐ Baldur Viggósson Dýrfjörð er sautján ára nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð og hefur stundað nám í fiðluleik frá…