Unglist

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]


Dagskrá Unglistar 2017 – smelltu hér

Unglist -listahátíð ungs fólks

Unglist, listahátíð ungs fólks hefur það að markmiði að hefja list ungs fólks á Íslandi til vegs og virðingar ásamt því að fagna og vekja athygli á menningu þeirra. Dansinn dunar, hljóðfæri eru þanin, leikarar etja kappi  í spuna, fyrirsætur spranga um tískupalla og óheft myndsköpun og skáldskapur eiga sinn fasta sess á hátíðinni. Unglist er hátíð þar sem fjölbreytileikinn þrífst eins og illgresi og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Unglistarhátíðin er haldin í nóvember ár hvert.  Hér að neðan eru nokkrir vinsælir liðir Unglistarhátíðarinnar:

Leiktu betur

Í spunakeppninni Leiktu betur keppast framhaldsskólarnir við að spinna á sviði.  Liðin skora á hvort annað í alls kyns spunum, í alls kyns stílum, svo sem besta eldhúsdramaspunann í stíl hinna þöglu kvikmynda, eða besta dýragarðsspunann í söngleikjaformi.  Ekkert er fyrirfram ákveðið og allt getur gerst!

Myndlistarmaraþon

Listamenn fá í hendur tóman striga, þema og 24 klukkustundir og eiga að skapa úr öllu þessu listaverk.  Útkoman getur verið ansi skemmtileg og dómnefnd velur bestu verkin.

Tískusýning

Tískan fer í hringi.  Á tískusýningu Unglistar spreyta ungir hönnuðir sig á fatahönnun og framsetningu.

Tónleikar

Tónlistargyðjan fær einnig að njóta sín á Unglist, en þá hljóma allskonar tónar á rokkuðum, klassískum eða jözzuðum tónleikum.

Danssýning

Ungir dansarar sýna dans af alls kyns toga og tegundum.  Teygjur og túlkun, sveiflur og stökk, -ekki bara skemmtilegt áhorfs, heldur vekur dansinn upp sterkar tilfinningar.[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/3″][dt_teaser image_id=“699″ style=“2″ background=“fancy“]

Ása Hauksdóttir

Deildarstjóri menningardeildar Hins Hússins

S: 411-5526

asa@hitthusid.is[/dt_teaser][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column][ult_createlink title=“Dagskrá Unglistar 2017″ btn_link=“url:http%3A%2F%2Fhitthusid.is%2Fdagskra-unglistar-2017%2F|title:Dagskr%C3%A1%20Unglistar%202017|target:%20_blank“ text_color=“rgba(255,255,255,0.03)“ heading_style=“font-weight:bold;“][/vc_column][/vc_row]