Útþrá

[vc_row][vc_column width=“1/2″][vc_column_text]

Útþrá

Vissir þú að orðið „heimskur“ er dregið af því að sitja alltaf heima?  Hávamál fjalla einmitt um þetta, en þar segir „Vits er þörf þeim er víða ratar, dælt er heima hvað.“  Maður lærir heilmargt af því að skoða heiminn, þó það sé náttúrulega þægilegast að hanga bara heima hjá sér.  Þau eru mýmörg, tækifærin sem ungt fólk hefur á að fara út til útlanda.  Það er hægt að fara í skiptinám, bakpokaferðalag, sumarbúðir, sjálfboðaliðastarf og ýmislegt annað.

Útþrá er árlegur viðburður þar sem fyrirtæki og samtök sem bjóða upp á vettvang fyrir ungt fólk til að halda út í heim fá tækifæri til að kynna sig.

Í ár var Útþrá 2015 haldin fimmtudaginn 19. febrúar  kl. 16-18.  Nánar um Útþrá 2015 á facebook.[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/2″][vc_video title=“Stemningin á Útþrá“ link=“https://www.youtube.com/watch?v=QabgZO22if8″][/vc_column][/vc_row]