Myndlist sem mál – Halldór Sanchez í Gallerí Tukt

Myndlist sem mál er sýning sem hefur það markmið að sýna hvernig sé hægt að nýta teikningar sem miðil. Sýningin opnar laugardaginn 2. september kl. 15 – 18 og stendur yfir í tvær vikur.

Frá Halldóri um sýninguna:

Sýningin er þrískipt þar sem aðalverkið er afurð meistaraverkefnis sem ég vann við Kennaradeildina í Háskóla Íslands síðastliðin tvö ár. Auk þess eru ýmsar myndskreytingar og að lokum er verk sem skapað verður á meðan að sýningin stendur yfir. Verkið verður búið til með þátttöku gesta og eru allir hvattir til að nota blíanta og liti til að teikna myndir um þemað „Reykjavíkin mín“.

Um Halldór Sanchez:

Eftir að hafa stundað kennaranám og útskrifast úr Háskóla Íslands síðastliðið vor, þar sem ég beindi augum mínum að „Myndlist sem máli“, er ég nú myndmenntakennari í Hagaskóla.Á meðan að ég stundandi nám við háskólann myndskreytti ég fyrir Stúdentablaðið, teiknaði við pistla Hrafns Jónssonar í bókinni Útsýnið úr fílabeinsturninum sem gefin var út af Kjarnanum og myndskreytti jólalög fyrir píanó sem Polarfonía gaf út.

Sýnishorn af teikningum mínum má sjá á vefsíðu minni, https://halldorsanchez.wordpress.com/

Það er líka hægt að fylgjast með mér á Instagram, https://www.instagram.com/halldorsanchez/

halldor

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *