Pólitísk Partý 26. október

Á morgun, þann 26. október,  verður ,,Pólitískt partý“ #ÉgKýs í Hinu húsinu í samstarfi við ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna.
Viðburðurinn var líka haldinn í fyrra og var hann fjölsóttur og heppnaðist vel og því stendur til að halda hann aftur!

Hvert framboð skipar einn ungan frambjóðanda í pallborð sem fer með stutta framsögu um stefnumál sín og síðan verður tekið við spurningum úr sal. Lögð verður áhersla á þau málefni sem brenna hvað helst á ungu fólki í aðdraganda kosninganna 28. október. Þetta er kjörið tækifæri til að tengja ungt fólk við pólitíkina og er þessi vettvangur fyrir ungt fólk til að spyrja unga frambjóðendur spjörunum úr.

Partýið byrjar kl. 19:00 – pizzur verða í boði Dominos Íslandi og gos í boði CCEP Íslandi.

#ÉgKýs er lýðræðisátak sem felst í því að hvetja ungt fólk til að kjósa eftir upplýstri ákvörðun og efla kosningaþátttöku þess.
Hægt er að lesa meira um lýðræðisátakið hér.

Við hlökkum til að sjá sem flesta á morgun, 26. október, kl. 19:00 í Hinu húsinu!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *