Dansráðuneytið skipa dansararnir Ellen Margrét Bæhrenz og Þórey Birgisdóttir. Þær kynntust í Listdansskóla Íslands árið 2010 og hafa síðan, unnið mikið saman, bæði í Borgarleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu sem og í sjálfstæðum verkefnum. Í sumar ætla þær að bjóða vegfarendum upp á sjónræna dansgjörninga og einnig sækja efnivið í aðrar listgreinar. Markmið Dansráðuneytisins er að glæða miðborgina lífi og gera dag vegfarenda innihaldsríkari.
Þær eiga það sameiginlegt að vera vatnsberar og súkkulaðigrísir.

Skildu eftir athugasemd

Tölvupóstfangið þitt verður hvergi birt. Þú verður að fylla inn í reitina sem merktir eru *

hreinsa formSubmit