Listamennirnir Árni Beinteinn og Rakel Björk Björnsdóttir stunda bæði leiklistarnám við Listaháskóla Íslands. Þau hafa brennandi áhuga á tónlist, tónsmíðum og textagerð og í sumar munu þau koma fram sem tónlistarhópurinn Andartak. Þau hafa bæði mikla reynslu af söng og framkomu. Árni hefur stundað píanónám og lærði söng í Söngskóla Reykjavíkur og Rakel er nýkomin heim frá Kaupmannahöfn þar sem hún útskrifaðist með diplóma í Complete Vocal Technique. Þau munu leggja áherslu á að flytja þekktar íslenskar perlur sem og frumsamið efni innblásið af Reykjavíkur- og þjóðarskáldum. Áhorfendur mega búast við frumlegum tónlistarflutningi og óhefðbundnum atriðum á götum borgarinnar í sumar.

 

Andartak

The artists Árni Beinteinn and Rakel Björk Björnsdóttir are studying acting at the Icelandic Academy of the Arts. They have a great passion for music, composition and songwriting and this summer they will emerge as the music group Andartak (e. Moment). Since early age they have been singing and performing. Árni has played the piano for many years and taken singing lessons at The Reykjavik Academy of Singing. Rakel recently came home from Denmark where she graduated with diploma in Complete Vocal Technique. They will focus on delivering well known Icelandic songs as well as their own original material inspired by national poets. Audience can expect innovative and unconventional performances on the streets of Reykjavik this summer.

 

 

Skildu eftir athugasemd

Tölvupóstfangið þitt verður hvergi birt. Þú verður að fylla inn í reitina sem merktir eru *

hreinsa formSubmit