DÚÓIÐ ÝR OG AGGA
Dúóið Ýr og Agga skipa flautuleikarinn Kristín Ýr Jónsdóttir og fiðluleikarinn Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir sem stunda báðar nám á framhaldsstigi við Tónlistarskólann í Reykjavík. Í sumar munu þær þræða götur bæjarins með hljóðfærin sín og gleðja fólk með fjölbreytilegri tónlist, allt frá barokktímanum til dagsins í dag, í eigin útsetningum jafnt sem annarra. Þær vilja höfða til allra og koma fólki á óvart með því að sýna hvað það getur verið skemmtilegt þegar ólíkir tónlistarstílar mætast. Þær munu einnig heimsækja leikskóla og leyfa börnunum að njóta töfranna sem hljóðfærin búa yfir. Fiðla og flauta fá sjaldan að hljóma saman sem dúó og því verður verkefnið skemmtilegt fyrir Kristínu, Ragnheiði og vonandi alla sem á þær hlýða. Tónleikar þeirra verða auglýstir á Facebook-síðu sem ber nafn hópsins, Dúóið Ýr og Agga.
THE DUO ÝR AND AGGA
The Duo Ýr and Agga consists of flutist Kristín Ýr Jónsdóttir and violinist Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir, students at the Reykjavík College of Music. This summer they will play at various places in the heart of Reykjavík and entertain people with diverse music, from the baroque era to the present, in their own arrangements as well as in the arrangements of others. They want to appeal to everyone and surprise people by showing how wonderful it can be when different styles of music merge. They will visit kindergartens and give children the opportunity to enjoy the magic of their instruments. Violin and flute are a rare duo and therefore the project will be challenging and enjoyable for Kristín, Ragnheiður and hopefully their audience. Their concerts will be announced on their Facebook page, Dúóið Ýr og Agga.