Sýning Listaskóla Íslands stendur yfir.

Á sýningunni eru tillögur að veggspjaldi Unglistar Listahátíðar ungs fólks sem mun fara fram í ár frá 6.-14. nóvember.  Ein af tillögunum verður valin til að vera plakat hátíðarinnar.   Ótrúleg fjölbreytni er í tillögunum og skemmtilegt að skoða þær. Sýningin stendur til 07. Mars. og er opin á opnunartíma Hins Hússins.

Gestir geta gefið ráðgefandi álit sitt á því hvaða plakat þeim þykir best heppnað með því að greiða atkvæði í 1.-3. sæti.  Dómnefnd velur svo úr tillögum.