Rakel Andrésdóttir verður Garnabarn í sumar. Garnabarn mun vinna með garn og fleiri efni til þess að skapa allskyns prjónagraff og prjónalistaverk. Prjónagraff er aðferð til þess að skreyta t.d tré, bekki, ljósastaura og fleiri staði með hlýlegum og skemmtilegum hætti. Amma hennar og mamma kenndu henni að prjóna og hekla þegar hún var lítil og sóttist hún í að læra meira eftir því sem hún varð eldri. Markmið Garnabarns er að lífga upp á borgina með heimilislegum og hlýjum hætti. Verkefnið leitast einnig við að bæði nútímavæða prjón og hekl með því að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt við gamla hefð.

 

Garnabarn

This summer Rakel Andrésdóttir will be Garnabarn. Garnabarn will use yarn and knitting as an artform in the purpose of decorating the city. Yarnbombing or yarn-graffiti is a type of street art that utilizes yarn to decorate trees, benches and light posts to give an example, in a warm and different way. Her grandmother and mother taught her how to knit and crochet when she was a child and as she grew older she continued building her knowledge. The goal of Garnabarn is to give the city new life and make it both homie and warm. The project furthermore aims to modernize knitting and crocheting by using it in an inventive way and create something new out of an old tradition.