IMG_3267

IMG_3276

IMG_3269

IMG_3267

IMG_3279

Götuleikhús Hins Hússins er orðið vel þekkt á meðal fólks í borginni enda hefur leikhúsið verið starfrækt yfir sumartímann frá árinu 1994. Síðan þá hefur leikhúsið fóstrað stóran hóp af ungu fólki sem mörg hver starfa í dag sem þekktir listamenn á ólíkum sviðum. Á hverju sumri býðst ungmennum á aldrinum 17 til 25 ára að sækja um að starfa með Götuleikhúsinu. Árlega er leikstjóri fenginn til liðs við Götuleikhúsið ásamt búningahönnuði sem hannar búninga og leikmyndir í samvinnu við hópinn.

Meðlimir Götuleikhússins fá þjálfun í öllu því helsta sem tengist starfi götuleikhúss þar sem að leikararnir koma að öllum undirbúningi sem viðkemur sýningunum. Í sumar mun Götuleikhús Hins Hússins glæða götur og torg borgarinnar lífi og brjóta upp hversdaginn með óvæntum uppákomum sem gleðja, vekja til umhugsunar og hrista upp í áhorfendum. Götuleikhúsið hefur skapað sér sérstöðu með metnaðarfullum og myndrænum uppákomum sem breyta sýn vegfarenda á umhverfi, líf og list.

Ekki missa af Götuleikhúsinu í miðbænum í sumar!

Götuleikhúsið 2015

Leikstjóri: Jón Gunnar Þórðarson | Útlit og búningar: Rakel Jónsdóttir
Götuleikarar: Alexander Guðjónsson, Árni Beinteinn Árnason, Fritz Hendrik Berndsen, Helena Hafsteinsdóttir, Hildur Sigurðardóttir,
Rakel Björk Björnsdóttir, Tryggvi Björnsson, Victoria Björk Ferrell og Þorgerður Atladóttir.

Skildu eftir athugasemd

Tölvupóstfangið þitt verður hvergi birt. Þú verður að fylla inn í reitina sem merktir eru *

hreinsa formSubmit