Götuleikhúsið er orðið vel þekkt á meðal fólks í borginni enda hefur leikhúsið verið starfrækt yfir sumartímann frá árinu 1994. Síðan þá hefur leikhúsið fóstrað stóran hóp af ungu fólki sem mörg hver starfa í dag sem þekktir listamenn á ýmsum sviðum. Á hverju sumri býðst ungmennum á aldrinum 17 til 25 ára að sækja um að starfa með Götuleikhúsinu. Árlega er leikstjóri fenginn til liðs við Götuleikhúsið ásamt búningahönnuði sem hannar búninga og leikmyndir í samvinnu við hópinn.

Meðlimir Götuleikhússins fá því þjálfun í öllu því helsta sem tengist starfi götuleikhúss þar sem að leikararnir koma að öllum undirbúningi sem viðkemur sýningunum.

Í sumar mun Götuleikhús Hins Hússins glæða götur og torg borgarinnar lífi og brjóta upp hversdaginn með óvæntum uppákomum sem gleðja, vekja til umhugsunar og hrista upp í áhorfendum. Götuleikhúsið hefur skapað sér sérstöðu með metnaðarfullum og myndrænum uppákomum sem breyta sýn vegfarenda á umhverfi, líf og list.

Ekki missa af Götuleikhúsinu í miðbænum í sumar!

 

Leikstjóri: Jón Gunnar Þórðarson. Búningahönnuður: Aldís Davíðsdóttir

Götuleikarar: Bjartur Örn Bachmann, Ívar Ölmu Hlynsson, Jón Gunnar Stefánsson, Kristrún Kolbrúnardóttir, Margrét Andrésdóttir, María Kristín Árnadóttir, Óðinn Ásbjarnarson, Sóley Anna Benónýsdóttir, Unnur Agnes Níelsdóttir.

 

The Street Theatre 

The Street Theatre is well known to many people and has been operated since 1994. Over the years, it has nurtured many youngsters that have later become well known artists. Every summer, people from 17 – 25 years of age get the opportunity to apply to work with the group. The Street Theatre hires a professional director and a costume designer to lead the work and the participants engage in every aspect of the preparation for the performances.

Hitt Húsið Street Theatre will transform the streets and squares of Reykjavík into vibrant and lively places this summer. It will emerge with surprising happenings that will cheer the audience and kindle excitement. Hitt Húsið Street Theatre is unique and creates ambitious and picturesque events that can change the viewer´s vision on the environment and art.

Don´t miss out on The Street Theatre in the centre of Reykjavík this summer!

Director: Jón Gunnar Þórðarson. Costume design: Aldís Davíðsdóttir

Performers: Bjartur Örn Bachmann, Ívar Ölmu Hlynsson, Jón Gunnar Stefánsson, Kristrún Kolbrúnardóttir,Margrét Andrésdóttir, María Kristín Árnadóttir, Óðinn Ásbjarnarson, Sóley Anna Benónýsdóttir, Unnur Agnes Níelsdóttir.