Hönnunarhópur Hins Hússins er hópur ungra hönnuða sem hittist aðra hverja viku í Hinu Húsinu fram að jólum. Markmið hópsins er að hver og einn hanni og þrói eigin vörur til að selja á jólamarkaði Hins Hússins sem haldin verður 17. desember. Farið verður yfir meðal annars lógó gerð, umbúðarhönnun, facebook likesíðu gerð, ljósmyndun á vörum og fleira sem viðkemur vöruþróunarferlinu. Við fáum til okkar góða fyrirlesara og mun hópurinn einnig heimsækja fræðandi staði eins og prentsmiðjur, ljósmyndastúdíó og fleira. Við hvetjum alla sem eru að hanna og búa eitthvað til sjálf að vera í sambandi. Hópurinn er kjörinn undirbúningur fyrir þau sem hyggja á skapandi nám.

Þátttaka er öllum frjáls á aldrinum 16-25 ára og kostar ekkert að taka þátt. Ekki er nauðsynlegt að vera með fullmótaða hugmynd til þess að taka þátt heldur einungis áhuga.  Mælt er með því að mæta með skissubók og penna.

Skráning