Myndlistasýningin KAF opnar laugardaginn 21. maí klukkan 16:00 í Gallerí Tukt. Galleríið er staðsett á Pósthússtræti 3-5 í 101 Reykjavík. Sýningin mun standa yfir í tvær vikur og opnunartími verður 9:00 til 17:00 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum, 20:00 á þriðjudögum og 22 á fimmtudögum.

KAF verður önnur einkasýning Ynju árið 2016, en sú fyrri – Heimshaf, fór fram í gallerí Grósku síðastliðinn febrúar. Sýningin gekk vonum framar, og eftir hana var mikill meirihluti verkanna seldur. Þessi mikli áhugi og eftirspurn hvatti Ynju til þess að fara beint í að skipuleggja næstu sýningu.

Undanfarið hefur myndlist Ynju einkennst af því að vera innblásin af hafinu. Sá áhugi á uppruna sinn í lokaverkefni hennar í myndlistarnámi FG 2015. Hún hefur verið að rannsaka liti, form, tilfinningar og fleira sem finnst í sjónum: “Verkin mín eru mjög expressjónísk, og oft soldið abstract, en mér finnst líka sjórinn vera abstrakt expressjónískur í eðli sínu – Veður og jörð móta hann í sameiningu”.

Verkin sem Ynja mun sýna í Gallerí Tukt sýna hinar ýmsu hliðar hafsins. Nú hefur hún meira verið að skoða form, og mynstur sem vatn myndar, auk þess sem hún hefur velt því mikið fyrir sér hvað það er sem gerir verkin að viðfangsefninu – Hvar liggja mörkin á milli realisma og abstrakt? Hvað er það sem segir til um hvort viðfangsefnið sé sjór eða ekki? Ynja málar mikið með vatnslitum, en einnig mun hún sýna “mixed media” verk, skissur og fleira. Verkin eru í öllum stærðum og munu öll vera til sölu ásamt prentum og kortum frá “Heimshaf” seríunni.

“Ég hef mikinn áhuga á hafinu, og bara vatni yfir höfuð sem viðfangsefni. Vatn er svo óútreiknanlegt – Svo mög form sem þetta eina efni getur mótað. Margir hafa spurt mig hvert þemað verður fyrir næstu sýningu, og finnst oft skrýtið og jafnvel ómerkilegt að ég ætli að halda mig við það sama. Því er ég ekki sammála, ég sé endalausa möguleika! Ég stefni á að halda áfram að rannsaka vatn í myndlist minni, vegna þess að það er ótæmandi (eins og reyndar allt annað ef út í það er farið)”.

Ynja útskrifaðist sem stúdent af myndlistabraut FG í desember 2015, hálfu ári fyrr þrátt fyrir að hafa farið sem skiptinemi til bandaríkjanna í hálft ár. Í framhaldi af því opnaði hún sína fyrstu einkasýningu “Heimshaf”, en það var einmitt lokaverkefni hennar á myndlistabraut. Hún útskrifaðist með verðlaun fyrir metnaðarfullt og hugmyndaríkt lokaverkefni á myndlistabraut, og einnig sá hún alfarið um að skipuleggja sýninguna sjálf.

“Ég stefni á að fara í nám í kaupmannahöfn á næsta ári, en þangað til mun ég nýta öll tækifæri til þess að koma verkum mínum á framfæri og vinna í ferli mínum sem listamaður”

Hægt er að fylgjast með Ynju á facebook: Ynja Art
Instagram: ynjaart
Og heimasíðu listamannsins: www.ynjaart.com

Skildu eftir athugasemd

Tölvupóstfangið þitt verður hvergi birt. Þú verður að fylla inn í reitina sem merktir eru *

hreinsa formSubmit