Besti kókoskúluklúbburinn er hópur kókoskúlufíkla sem vinna í Hinu Húsinu. Hópurinn hittist á hverjum föstudegi og bragðar á kókoskúlum frá öllum landshornum, hvort sem er heimabökuðum eða frá bakaríum. Markmið hópsins er að finna hina einu sönnu kókoskúlu. Hver kúla er vandlega ígrunduð af meðlimum hópsins og hver og einn meðlimur gefur kúlunni einkunn. Meðlimir skulu varast að láta tilfinningar spilla fyrir réttmætri einkunnargjöf.

Formaður: Bogi Guðbrandur Hallgrímsson

Varaformaður: Sindri Snær Einarsson