Hljómsveitina MÖRU mynda Elín Sif Halldórsdóttir, Ragnhildur Helgadóttir og Ýmir Gíslason.

Í sumar munu þau vinna að því að miðla arfi íslenskra þjóðsagna í gegnum tónlist og í leiðinni efla listsköpun ungs tónlistarfólks. Hópurinn hyggst semja lög og texta innblásin af íslenskum þjóðsögum og þjóðsagnaverum. Tónlistarsköpun hópsins er undir fjölmenningarlegum áhrifum en leitar þó sérstaklega í íslenskan tónlistararf bæði hvað varðar stef og tónheim.

Ungmennin þrjú hafa allmikla reynslu af tónsmíðum og flutningi. Öll hafa þau reynslu af því að starfa með öðrum hljómsveitum, sem og sjálfstætt. Þær Elín Sif og Ragnhildur hófu samstarf sitt haustið 2014, en Ýmir slóst í hópinn nýlega og varð hljómsveitin MARA til.

 

MARA

The band MARA consists of Elín Sif Halldórsdóttir, Ragnhildur Helgadóttir and Ýmir Gíslason.

This summer they intend to both convey the Icelandic folk tale heritage through music and strengthen the artistic activity of young musicians. The band plans to compose songs and lyrics inspired by Icelandic folk tales and their characters. The music of MARA is inspired by multicultural influence while they also resort to the themes and musical scope of Icelandic folk music.

The three youngsters are both experienced in composing music and performing. The have all worked with other bands and independently. Elín Sif and Ragnhildur’s collaboration began in the fall 2014. Ýmir joined the group recently and MARA was born.