“Muscycle” er stytting á music recycle eða endurunnin tónlist. Markmið hópsins er að gera tónlist úr óvanalegum hljóðgjöfum með því að endurvinna hluti. Spýtum, málmum, steinum, matvælum og ýmsu öðru sem annars myndi fara til spillis er safnað og úr því eru búin til hljóðfæri. Í sumar verður hægt að finna Muscycle hér og þar um borgina með ýmis konar hljóðfæri að kæta mannskapinn með þekktum ábreiðum (coverlögum) sem og frumsömdu efni. Að verkefninu standa Atli Arnarsson, Guðmundur Ágúst Ágústsson, Sóley Sigurjónsdóttir og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir. Atli og Sólrún stunduðu lengi klassískt nám í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, Atli á gítar og Sólrún á fiðlu, en fyrir stuttu færði Atli sig yfir í rafgítarnám í FÍH og Sólrún bætti við sig rytmísku píanónámi. Sóley hefur lengst af lært á selló í Tónlistarskóla Reykjavíkur en hefur fiktað við flest öll hljóðfæri og stefnir á tónsmíðanám í LHÍ. Guðmundur er sjálflærður á bæði gítar og píanó.

Skildu eftir athugasemd

Tölvupóstfangið þitt verður hvergi birt. Þú verður að fylla inn í reitina sem merktir eru *

hreinsa formSubmit