Þrjár ungar tónlistarkonur, Elín Sif Halldórsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir og Hrafnhildur M. Ingólfsdóttir skipa tónlistarhópinn Náttsól. Þrátt fyrir ungan aldur, hafa þær lengi lagt stund á tónlist, bæði tónlistarflutning og lagasmíðar. Markmið þeirra er að gera hlut íslenskra kvenna í 20. aldar dægurlagatónlist, sýnilegri. Hópurinn mun færa verk eftir íslensk kventónskáld í nýjan búning, auka veg þeirra og virðingu og benda á fyrirmyndir fyrir ungar konur sem eru að feta sín fyrstu spor á sviði dægurtónlistar. Sett verður saman, átta laga efnisskrá, sem einnig verður tekin upp, ásamt því að gerð verða myndbönd við fimm laganna. Hljóðfæraskipan Náttsólar verður einföld og megináhersla lögð á söng og fjölröddun.

Skildu eftir athugasemd

Tölvupóstfangið þitt verður hvergi birt. Þú verður að fylla inn í reitina sem merktir eru *

hreinsa formSubmit