Adolf Smári er póet. Hann stundar nám í Bókmenntafræði við Háskóla Íslands og á síðasta ári var hans fyrsta ljóðabók, Wifi ljóðin, til sölu í bókabúðum landsins. Í sumar mun hann vinna með orðið, skrifað og óskrifað. Skáldið mun festa ljóð til eilífrar fangavistar á blaði ásamt því að frelsa þau með lifandi flutningi á götum borgarinnar. Einnig mun póetið leita að ástinni, hlusta mikið á ABBA og existera á götum borgarinnar.

Ath! : Ef þið haldið að þið séuð ástin eina í lífi skáldsins endilega hafið samband svo hann geti farið í sumarfrí sem fyrst.

Skildu eftir athugasemd

Tölvupóstfangið þitt verður hvergi birt. Þú verður að fylla inn í reitina sem merktir eru *

hreinsa formSubmit