Í sumar mun myndlistarmaðurinn, Halldór Kristjánsson, vinna að verkefninu Portrait. Hann mun koma sér fyrir með blað og blýant og bjóða gestum og gangandi í miðborginni að sitja fyrir hjá sér. Hann ætlar að gera sitt besta til þess að gera hvern og einn að listaverki, fyrirsætan fær svo að halda myndinni. Það er gagn og gaman af góðri mynd, þá er vonin að ná að gleðja sem flesta. Halldór er að mestu sjálflærður í teikningu en hefur stundað myndlistarnám víða m.a. í Fjölbraut í Breiðholti, Myndlistaskólanum í Reykjavík og Listaháskóla íslands.

Staðsetning Halldórs verður kynnt daglega á facebook.

 

REYKJAVÍK PORTRAIT.

This summer the artist, Halldór Kristjánsson, will be working on the project Reykjavík Portrait.

He will be in downtown Reykjavík with his pencil and paper, and asks bypassers to model for a portrait drawing. The model will then get to keep the portrait.  Halldor is for the most part self taught in drawing but has studied visual arts for quite some time in the Visual Art School of Reykjavík and the Icelandic Academy Of the Arts. He will be going abroad for further study this fall.

Halldórs location will be advertised daily on social media.