Sviðslistahópurinn Staría samanstendur af Maríu Dögg Nelson og Sigurbjarti Sturlu Atlasyni, leikaranemum við Listaháskóla Íslands. Verkefni þeirra felst í því að taka ljóðatexta/prósa og nota þá sem efnivið í ýmis konar sýningar eða atburði og verða átta íslensk skáld tekin fyrir, bæði nútímaskáld sem og eldri höfundar. Ætlunin er að rannsaka texta og hugarheim höfundanna og nýta rannsóknina sem innblástur og uppsprettu þeirra sýninga og atburða sem settir verða á laggirnar. Atburðirnir gætu tekið á sig form leiksýningar, ljóðaupplesturs, innsetningar, tónleika eða hvers konar leikræns viðburðar.

Skildu eftir athugasemd

Tölvupóstfangið þitt verður hvergi birt. Þú verður að fylla inn í reitina sem merktir eru *

hreinsa formSubmit