Ef þér finnst gaman að sleppa fram af þér beislinu, gleyma stund og stað, elskar spuna, propps, flipp og æsing gæti Stúdentaleikhúsið verið eitthvað fyrir þig. Að því standa gjörningaóðir og leikglaðir stúdentar sem setja upp tvær leiksýningar á hverju skólaári.

Í Stúdentaleikhúsinu er alls konar fólk! Eina skilyrðið fyrir inngöngu sé að vera búin(n) með framhaldsskólapróf.

Þetta iðandi og unga áhugaleikhús hefur þótt ansi kröftugt og fengið góða dóma fyrir áhugamannaleiksýningar sínar. Meðlimir Stúdentaleikhússins fara oft í frekara listnám og margir fyrrverandi meðlimir Stúdentaleikhússins vinna í dag við leiklist eða í leikhúsum.

Stúdentaleikhúsið æfir í Hinu Húsinu.

 

Tengiliðir:

studentaleikhusid@gmail.com

María Rós Kristjánsdóttir s. 618-5641

Hildur Ýr Jónsdóttir s. 822-8492