Hákon Jóhannesson og Tryggvi Björnsson eru tveir piltar með áhuga á djass -og blústónlist. Tryggvi er nýstúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð sem hefur lagt stund á slagverksnám um nokkurra ára skeið og samhliða námi tekið virkan þátt í leiklistarverkefnum jafnt innan skóla og utan. Hákon stundar nám á leikarabraut við Listaháskóla Íslands, hann hefur sótt einkakennslu á píanó og lært í Tónlistarskóla Árbæjar. Þeir ætla að nýta reynslu sína á sviði tónlistar til að hrífa gangandi vegfarendur í miðborginni með hljóðfæraleik. Þeir ætla að leggja áherslu á djass og blús til að skapa rólega og þægilega stemningu meðal hlustenda. Einnig ætla þeir að nýta reynslu sína á sviði leiklistar og innleiða leikrænar aðferðir í flutninginn. Markmið þeirra er að brjóta upp hefðbundið tónleikaform svo áhorfendur fái að upplifa nýtt sjónarhorn á tónlist flutta með töfrum leikhússins.

 

Tónslit

Hákon Jóhannesson and Tryggvi Björnsson are two young men interested in jazz and blues. Hákon is currently studying drama in the Iceland Academy of the Arts and has learned to play the piano for a few years. Tryggvi has played the drums for a few years and taken part in various theatrical performances. They have been playing music and acting together in theatre for years. They are going to use their experience in music to fascinate people walking by downtown in the heart of Reykjavík. They want to create a smooth and relaxing atmosphere amongst the audience and will also use their experience in theatre and involve theatrical elements in the show.