Ungum foreldrum er boðið að koma með börnin sín í Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5 á miðvikudögum frá kl 14-16. Markmiðið er að koma saman í kósý umhverfi með litlu krílin einu sinni í viku og deila reynslu sín á milli. Boðið verður upp á fræðslu aðra hverja viku þar sem ýmsir ráðgjafar kíkja til okkar og fjalla um ýmis málefni tengda ungbarninu og uppeldinu. Má þar nefna ungbarnanudd, taubleyjur, skyndihjálp, svefnráðgjöf, tónlistartímar, kynlífsráðgjöf og margt fleira skemmtilegt.

Umsjón verkefnis

Erla Gísladóttir

Ungt fólk með ungana sína.

s: 4115500

erla.gisladottir@reykjavik.is