Unnur Sara Eldjárn er nýtútskrifuð úr söngnámi við Tónlistarskóla FÍH. Einnig gaf hún út sína fyrstu sólóplötu á árinu, með frumsömdum lögum og textum á íslensku en platan ber nafnið „Unnur Sara”. Lögin eru flest popplög undir áhrifum frá ýmsum stefnum eins og rokk- og jazztónlist. Í sumar mun Unnur Sara flytja frumsamin lög með eigin gítarundirleik á hinum ýmsu stöðum í miðbænum.

Skildu eftir athugasemd

Tölvupóstfangið þitt verður hvergi birt. Þú verður að fylla inn í reitina sem merktir eru *

hreinsa formSubmit