Ventus Brass er fimm manna málmblásarahópur sem í eru tveir trompetleikarar, einn hornleikari, einn básúnuleikari og einn traustur túbuleikari. Öll hafa þau notið tónlistarkennslu frá ýmsum tónlistarskólum í Reykjavík og spila margbreytilega tónlist, allt frá gamalli klassískri tónlist yfir í popptónlist. Þá semja þau einnig lög og útsetja sjálf fyrir hópinn. Markmið Ventus Brass er að dreifa málmblæstri í öll horn bæjarins. Ásgrímur Ari Einarsson, Birgitta Björg Guðmarsdóttir, Jón Arnar Einarsson, Þórunn Eir Pétursdóttir, Elísa Guðmarsdóttir og Hannah Rós Sigurðardóttir Tobin eru Ventus Brass.

Skildu eftir athugasemd

Tölvupóstfangið þitt verður hvergi birt. Þú verður að fylla inn í reitina sem merktir eru *

hreinsa formSubmit