Sumarstörf í Hinu Húsinu 2016

Hitt Húsið er stórskemmtilegur vinnustaður.  Þar er alls konar fólk sem starfar við alls konar verkefni.  Hvernig væri að þú starfaðir með okkur í sumar?  Við bjóðum einnig upp á atvinnuráðgjöf og aðstoð við ferilskrárgerð.  Nánari upplýsingar um atvinnuráðgjöf er að finna undir „atvinna og stuðningur“ í hliðarstiku.

Í ár auglýsum við eftir fólki í 5 tegundir af störfum. Allar upplýsingar um þau störf má finna á umsóknar vef um sumarstörf Reykjavíkuborgar http://reykjavik.is/sumarstorf

Götuleikhús Hins Hússins

Skapandi, skemmtilegt en jafnframt krefjandi starf fyrir opna og frjóa umsækjendur sem hafa áhuga á leiklist og þora að henda sér út í djúpu laugina. Starfsmenn Götuleikhúss Hins Hússins starfa undir stjórn faglegs leikstjóra að sýningum sem haldnar eru á götum og torgum borgarinnar. Götuleikhúsið er starfrækt í 8 vikur yfir sumartímann. Starftímabilið er frá 30.05 – 22.07. 2016

Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 17 til 25 ára og hafa lögheimili í Reykjavík.

Nánar um starfið

 

Listhópar Hins Hússins

Ungu fólki gefst kostur á að sækja um og  koma með hugmyndir að skapandi verkefnum og valdir hópar eða einstaklingar fá síðan tækifæri til að vinna að hugmyndum sínum í átta vikur.  Þessi verkefni eru afar fjölbreytt, skapandi og skemmtileg og eru sýnileg vegfarendum Reykjavíkurborgar.

Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 17 til 25 ára og hafa lögheimili í Reykjavík.

Nánar um starfið

 

Jafningjafræðslan

Jafningjafræðarar heimsækja félagsmiðstöðvar, grunn-, framhalds- og vinnuskóla með sérstaka fræðsludagskrá sem miðar að því að fræða önnur ungmenni um margvísleg málefni, svara spurningum og brjóta daginn upp með skemmtilegum og fræðandi hópeflisleikjum.  Lögð er áhersla á gildi góðrar sjálfsmyndar, heilbrigðan lífsstíl, ókosti vímuefnaneyslu og samskipti í raunheimum og á netmiðlum.  Starfið er mjög krefjandi og fræðarar verða að vera vel í stakk búnir til að taka á móti fyrirspurnum af ýmsu tagi og þess vegna hljóta allir jafningjafræðarar þriggja vikna þjálfun áður en lagt er upp í fræðslu.

Fyrir þá sem eru fæddir 1997, 1998 og 1999.  Starfið fer fram á tímabillinu: 23.maí – 15.Júlí 2016

Nánar um starfið

 

Sumarstörf fyrir ungmenni með fötlun

50% starf í 5 vikur, fyrir eða eftir hádegi.

Starfið felst í almennum garðyrkjustörfum.

Hæfniskröfur: Að ungmennið geti unnið í hóp með leiðbeinanda og þurfi litla sem enga aðstoð við daglegar athafnir.

Fyrir ungmenni fædd árin 1996, 1997, 1998 eða 1999.

Nánari upplýsingar: fyrir hádegi eftir hádegi 

 

Skráning umsækjenda hjá íþrótta- og æskulýðsfélögum

Starf hjá íþrótta- og æskulýðsfélögum, sem oft felur í sér að vera leiðbeinandi á námskeiðum fyrir börn.  

Ekki er nóg að sækja um starfið á vef borgarinnar, heldur þarf einnig að sækja um hjá viðkomandi félagi.  Þetta form er í raun skráning.

Vinsamlegast takið fram hvaða íþrótta- eða æskulýðsfélag er um að ræða í „Athugasemdir“ – undir „Annað“.

Nánar um starfið

 

 

Eitt svar við “Sumarstörf í Hinu Húsinu 2016”

  1. Hef meiri áhuga en orð fá lýst að götuleikhúsi hins húsins. Það mundi gleðja mig mjög ef það er ekki of seint að sækja um. Ég er meira en fær í starfið og með mikinn metnað.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *