Ungt tónlistarfólk athugið!

Við viljum vekja athygli ykkar á 4/4 tónleikaröð sem við hjá Hinu Húsinu stöndum fyrir. Tónleikarnir eru haldnir á hverjum laugardegi yfir vetrartímann og eru þeir haldnir í betri stofu hússins sem stendur á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis í miðbæ Reykjavíkur. Hverjum sem er á aldrinum 16-25 ára er boðið að koma og spila. Við sköffum öll tól og tæki (backline) og þarf aðeins að mæta með hljóðfæri. Á staðnum er flott hljóðkerfi og hjóðmanneskja sem sér um að allt „sándi“ vel. Tónleikarnir eru hugsaðir fyrir bönd og listamenn sem eru að stíga sín fyrstu skref sem
og þá sem vilja koma tónlist sinni á framfæri. Ókeypis er inn á alla viðburði í Hinu Húsinu.

Til að sækja um að halda tónleika í Hinu Húsinu þá þarf bara að fylla út stutta umsókn og við munum hafa samband. Endilega nýtið ykkur þetta tækifæri til að spila á tónleikum í góðum græjum á góðum stað.
Umsókn og frekari upplýsingar má nálgast hér og með því að hafa samband við Hitt Húsið.

[dt_button link=“http://hitthusid.is/menning/44-umsoknareydublad/“ target_blank=“false“ button_alignment=“default“ animation=“fadeIn“ size=“medium“ style=“default“ bg_color_style=“default“ bg_hover_color_style=“default“ text_color_style=“default“ text_hover_color_style=“default“ icon=“fa fa-chevron-circle-right“ icon_align=“left“]Óska eftir að spila á 4/4[/dt_button]