Leigjendur

Samtökum með starfsemi fyrir ungt fólk gefst kostur á að leigja aðstöðu til langs tíma í Hinu Húsinu.  Eftirfarandi aðilar leigja skrifstofuaðstöðu:

Landssamband æskulýðsfélaga, LÆF, er heiti á regnhlífarsamtökum fyrir 22 æskulýðssamtök á Íslandi.  Aðildarfélög eru frjáls félagasamtök sem starfa á landsvísu og vinna að hagsmunum og heill barna og ungmenna.

Vefsíða: youth.is

SÍF er Samband íslenskra framhaldsskólanema. Meginmarkmið sambandsins er að gæta að og standa vörð um hagsmuni og mannréttindi nemenda á framhaldsskólastigi.

Vefsíða: neminn.is

Samtök íslenskra námsmanna erlendis starfa að víðtækri hagsmunagæslu fyrir íslenska námsmenn á erlendri grund.

Vefsíða: sine.is

Alþjóðleg ungmennaskipti (AUS) eru alþjóðleg sjálfboðaliða- og fræðslusamtök sem gefa ungu fólki möguleika á því að kynnast menningu og samfélagi annarra þjóða. Markmið AUS er að gefa ungu fólki tækifæri til ferðast til framandi landa og upplifa ólíka menningarheima.

Vefsíða: aus.is

Skíðasvæði Reykjavíkurborgar í Bláfjöllum og Skálafelli hafa skrifstofuaðstöðu sína í Hinu Húsinu.

Vefsíða: skidasvaedi.is

Einu sinni var húsnæði Hins Hússins aðalstöð Póstsins.  Reglulega kemur fólk inn um aðalinngang Hins Hússins í þeim erindagjörðum að senda pakka.  Núna hefur Pósturinn hins vegar flutt sínar aðalstöðvar í annað hverfi og rekur bara lítið miðbæjarútibú í húsnæði við Austurstræti sem hann leigir af Hinu Húsinu.

Vefsíða: postur.is