Starf með ungu fólki með fötlun

Í Hinu Húsinu fer fram fjörugt og fjölbreytt félagstarf. Ungmenni með fötlun eða þroskaskerðingu er boðið upp á að sækja, Tipp Topp, opið félagstarf (fyrir 16 – 30 ára) á fimmtudagskvöldum, ýmsa klúbba, frístundastarf eftir skóla, sumarstörf, vinahópa og taka þátt í listahátíðinni List án Landamæra.

IMG_0900

Frístundastarf eftir skóla

Hitt Húsið býður nemendum með fötlun á aldrinum 16 til 20 ára sem stunda nám á starfsbrautum framhaldsskólanna á höfuðborgarsvæðinu upp á skipulagt frístundastarf eftir að skóla lýkur.

Nánar um frístundastarf eftir skóla
10531455_10152211499885168_3884035241691602812_o

Tipp Topp

Tipp Topp er opið félagsstarf fyrir fólk á aldrinum 16 – 30 ára á fimmtudögum frá kl. 17:00 – 22:00. Starfið fer fram í kjallara Hins Hússins, innangengt frá Austurstræti og með lyftuaðgengi fyrir hjólastóla á bak við húsið frá Hafnarstræti.

Nánar um Tipp Topp

l2

List án landamæra

Árleg listahátíð með áherslu á fjölbreytileika mannlífsins. Allir sem vilja geta tekið þátt! Á hátíðinni vinnur listafólk saman að fjölbreyttri list með frábærri útkomu. Það leiðir til auðugra samfélags og aukins skilnings manna á milli.

Nánar um List án landamæra

Fréttir úr starfinu