Frístundastarf eftir skóla

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]

Frístundastarf eftir skóla

Hitt Húsið býður upp á skólatengt frístundaúrræði fyrir ungmenni með fötlun sem stunda nám á  starfsbrautum framhaldsskólanna. Meginmarkmið starfsins er að stuðla að virkni og félagslegri þátttöku ungmenna í frístundum. Í starfinu er nærumhverfið notað að þjálfa ungmennin í sjálfstæði, félagsfærni og samskiptafærni. Starfsemin byggir á einstaklingsmiðaðri þjónustu þar sem reynt er að vinna með styrkleika hvers og eins og ávallt er reynt að koma til móts við ólíkar þarfir og áhuga ungmennanna.

Áhersla er lögð á að skapa vettvang þar sem ungt fólk hittist og fær tækifæri til þátttöku í öflugu frístundastarfi á jafningjagrundvelli og upplifi öryggi og vellíðan. Að stuðla að virkni og þátttöku í sínum eigin frítíma og styðja við jákvæða sjálfsmynd. Ungmennin fá að kynnast hinum ýmsu tómstundum sem hægt er að stunda eftir að skóla lýkur.

Starfsemin er á tveimur stöðum:

  • Hitt Húsið, Miðbæ, Pósthússtræti 3-5
  • Hitt Húsið, Árbæ, Rafstöðvarvegi 9.

Starfið fer fram alla virka daga frá klukkan 13 – 17.

 

Við erum frístundarstarf þar sem ungt fólk vinnur með ungu fólki og bjóðum upp á einstaklingsmiðaða þjónustu. Starfið er fyrir ungmenni sem falla undir ummönnunarflokki 1-3 skv. skilgreiningu Tryggingastofnunar.[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/3″][dt_teaser image_id=“14451″ style=“2″ background=“fancy“]

Rósa Björk Sigurðardóttir

Deildarstjóri ráðgjafadeildar

S: 411-5521

rosabjork@hitthusid.is[/dt_teaser][/vc_column][/vc_row]