Ungt fólk með ungana sína fer aftur af stað

Ungt fólk með ungana sína er hópur sem opinn er öllum ungum og verðandi foreldrum á aldrinum 16-25 ára. Markmiðið er að foreldrar eða verðandi foreldrar kynnist öðrum í sömu sporum, deili reynslu og hittist með ungana sína í Hinu Húsinu, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík.

Aðra hverja viku verður boðið upp á ýmiss konar fræðslu, kynningar og uppákomur sem tengjast barnauppeldi.

Miðvikudaginn 15. október munu fjórða árs hjúkrunarfræðinemar halda kynningu um mataræði ungra barna.

Sjá Facebook viðburð:https://www.facebook.com/events/915455981815231/

Fjörið hefst sem fyrr segir kl. 14 í Hinu Húsinu og er aðgangur ókeypis.

Boðið verður upp á djús, kaffi og kex í notalegu og rólegu umhverfi Hins Hússins.

Ungt fólk með ungana sína á Facebook: https://www.facebook.com/ungtmedunga

Nánari upplýsingar veitir Erla Gísladóttir, kynningarfulltrúi Hins Hússins  í síma: 411-5500 eða í gegnum netfangið: erla.gisladottir@reykjavik.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *