Vel heppnað Pólitískt partý!

Síðastliðinn fimmtudag, 26. Október, var haldið Pólitísk partý. Þetta er annað árið í röð þar sem partýið er haldið undir formerkjum lýðræðisátaksins #ÉgKýs í samstarfi við ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna. Hvert framboð skipaði einn fulltrúa í pallborð sem síðan fór með stutta framsögu um stefnumál sín. Seinna meir var tekið við spurningum úr sal.
Lögð var sérstök áhersla á þau málefni sem brenna helst á ungu fólki í aðdraganda kosninganna sem haldnar voru 28. Október.
Gekk allt vonum framar og var partýið fjölmennt. Mörg ungmenni mættu og spurðu spurninga, t.d. var spurt út í húsnæðismarkaðinn og jafnréttismál.
Gaman var að heyra og sjá ungt fólk vera svona virkt í pólitískri umræðu.

Svo auðvitað var vel tekið í pizzurnar sem voru í boði Dominos Íslandi og gosið sem var í boði CCEP Íslandi.

Takk fyrir komuna og vonandi sjáumst við öll hress í næsta Pólitíska partýi!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *