Viltu vinna með okkur?

Frístundaráðgjafi í Upplýsingamiðstöð Hins Hússins

Í Upplýsingamiðstöðinni er mikið líf og fjör.  Þanga koma alls konar ungmenni í mismunandi tilgangi og það er hlutverk starfsfólksins að taka á móti þeim.  Nú hefur losnað hjá okkur staða og við erum að leita að nýjum samstarfsfélaga!

Við leitum eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi einstakling í starf frístundarráðgjafa með verkefnastjórnun. Um fjölbreytt og krefjandi starf er að ræða þar sem reynir á mannleg samskipti. Starfið er í Upplýsingamiðstöð Hins Hússins sem er lifandi starfsumhverfi. Einstaklingurinn hefur tækifæri til að skapa vettvang fyrir ungt fólk til að koma verkefnum sínum í framkvæmd. Starfið krefst mikillar skipulagshæfni, hæfni í viðburðastjórnun, reynslu af textasmíðum og almennra faglegra vinnubragða.

Umsækjandi verður að geta hafið störf 1. júní næstkomandi.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Umsjón með reglulegum viðburðum Upplýsingamiðstöðvar Hins Hússins.
 • Umsjón og skrif á vefsíðunni Áttavitinn.is og Hitthusid.is
 • Umsjón með samfélagsmiðlum Hins Hússins.
 • Veita ungu fólki aðstoð og styðja þau í að koma hugmyndum sínum á framfæri og í framkvæmd.
 • Þátttaka í starfsáætlun ungmennahússins.
 • Hópstjórn og fagleg aðstoð fyrir hópa sem vinna innan ungmennahússins.

Hæfniskröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi.
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Reynsla og áhugi á faglegu starfi með ungu fólki.
 • Mjög góð tök á íslensku og reynsla af textasmíð æskileg.
 • Góð tölvukunnátta; þekking á vefumsjón og WordPress er kostur.
 • Lögð er áhersla á færni í mannlegum samskiptum.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 18.5.2016
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sandra Gísladóttir í síma 411-500/695-5109 og tölvupósti sandra.gisladottir@reykjavik.is
Hitt Húsið
Hitt Húsið – Upplýsingamiðstöð
Pósthússtræti 3-5
101 Reykjavík

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *