Hitt Húsið
  • Forsíða
  • Sumarstörf 2021
  • Starfsemi
    • Atvinnumál
    • Frístundastarf Fatlaðra
    • Menningarmál
    • Ráðgjöf og forvarnir
    • Upplýsingamiðstöðin
  • Leigutakar
    • Landssamband ungmennafélaga
    • Samband íslenskra framhaldsskólanema
  • Rými
  • Umsóknir
    • Atvinnuráðgjöf
    • Frístundastarf fatlaðra
    • Vinfús
    • Styrkur og vellíðan 16-19 ára
  • Kynningarbæklingur
  • Hafa samband
    • Starfsmenn
  • Search
  • Menu
Sumarstörf hjá Hinu Húsinu og Reykjavíkurborg
PreviousNext
12

Takmarkanir á starfsemi Hins Hússins vegna Covid-19 – Restrictions due to Covid-19

Lesa meira / read more

Hitt Húsið – Miðstöð Ungs fólks

VELKOMIN Í HITT HÚSIÐ!

Hitt Húsið er miðstöð ungs fólks þar sem ungmenni geta nýtt aðstöðuna til að syngja, dansa, dreyma, skapa, læra, spila, funda, -nánast hvað sem þeim dettur í hug!

Komdu og kynntu hugmyndina þína eða kíktu bara í kaffi og sjáðu hvað er í gangi. Hitt Húsið er rekið af Reykjarvíkurborg og er opið öllu ungu fólki á aldrinum 16-25 ára.

Saga Hins Hússins

Hitt Húsið var stofnað af Íþrótta- og tómstundaráði  Reykjavíkurborgar 15. október  1991 fyrir ungt fólk á aldrinum 16- 25 ára.

Í fyrstu var Hitt Húsið staðsett í gamla skemmtistaðnum Þórskaffi í Brautarholti.    Þar hófst fjölbreytt starfsemi fyrir ungt fólk á sviði menningar, atvinnumála og skemmtunar.  Strax á fyrsta starfsárinu hófst Unglist – listahátíð ungs fólks sem og opin hús fyrir fötluð ungmenni.  Í húsnæðinu var ennfremur æfingaaðstaða fyrir hljómsveitir og þar voru haldin böll á vegum framhaldsskólanna.

Í ágúst 1995 var starfsemin flutt í gamla Geysishúsið við Aðalstræti. Frá þeim tíma hefur Hitt Húsið þróast enn frekar í menningar- og upplýsingamiðstöð ungs fólks auk þess að starfrækja ýmis úrræði á sviði ráðgjafar, fræðslu og atvinnumála sem og frístundastarf fatlaðra ungmenna.   Í mars 2002 var Hitt Húsið svo enn fært um set, í þetta sinn að Pósthússtræti 3- 5.

Haustið 2015 flutti hluti frístundastarfs fatlaðra upp á Rafstöðvarveg 9, en í janúar 2019 flutti starfsemi Hins Hússins alfarið upp á Rafstöðvarveg  7-9.

OKKAR MARKMIÐ

Aðstoð og aðstaða

Að veita ungu fólki aðstöðu og aðstoð við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd.

Menning ungs fólks

Að endurspegla menningu ungs fólks.

Leiðbeina og upplýsa

Að veita upplýsingar og leiðbeina ungu fólki, í samstarfi við aðra fagaðila og samtök.

Miðstöð ungs fólks í leit að starfi

Að vera miðstöð ungs fólks í leit að sumarstarfi.

Félagsleg úrræði og ráðgjöf fyrir ungt fólk

Að vera vettvangur fyrir félagsleg úrræði og ráðgjöf fyrir ungt fólk.

Streymistónleikar Hins Hússins
(sýndir 17.feb 2020)

Fram koma: Inspector Spacetime, Salóme Katrín, Una Schram og Blóðmör
 

Click here to add your own text

Click me

Eltu okkur á facebook

Hvar er Hitt Húsið?

Á Rafstöðvarvegi 7-9

110 Reykjavík

Sjá kort

Opnunartímar

Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga: 09 – 17
Þriðjudaga og fimtudaga: 09-20

Helgar: Lokað

© Hitt Húsið
  • Facebook
  • Instagram
Scroll to top

Hver er tilgangur vinnslu og grundvöllur umsókna?

Reykjavíkurborg er nauðsynlegt að vinna með persónuupplýsingar þínar til að leggja mat á umsókn. Í samræmi við lagaskyldu varðveitir borgin þessar upplýsingar ótímabundið.

Hversu lengi eru persónuupplýsingarnar geymdar?

Persónuupplýsingar þínar eru geymdar ótímabundið á grundvelli lagaskyldu er hvílir á Reykjavíkurborg. Að tilgreindum tíma liðnum er Reykjavíkurborg skylt að afhenda Borgarskjalasafni öll gögn sem unnið er með til varðveislu.

Hvernig tryggjum við öryggi persónuupplýsinganna?

Reykjavíkurborg gætir öryggis persónaupplýsinga með viðeigandi skipulagslegum og tæknilegum ráðstöfunum, þ.á m. aðgangsstýringum og dulkóðun. Allt það starfsfólk sem kemur að vinnslu persónuupplýsinga umsækjanda er bundið þagnarskyldu.

Miðlun persónuupplýsinganna til þriðju aðila

Reykjavíkurborg nýtir sér aðstoð þriðja aðila við að hýsa þær persónuupplýsingar sem unnið er með í tengslum við umsóknir. Það sama kann að eiga við um annars konar upplýsingatækniþjónustu. Slíkir aðilar kunna því að hafa aðgang að persónuupplýsingum þínum, en öll aðkoma þeirra að upplýsingunum byggir á skriflegum samningi við Reykjavíkurborg þar sem öryggi upplýsinganna og trúnaður er tryggður.

Að tilgreindum tíma liðnum er Reykjavíkurborg skylt að afhenda Borgarskjalasafni öll gögn sem unnið er með í tengslum við umsóknir til varðveislu.

Reykjavíkurborg mun ekki miðla persónuupplýsingum þínum til annarra aðila nema borginni sé slíkt skylt á grundvelli laga, stjórnvaldsfyrirmæla eða dómsúrskurðar. Þá mun borgin ekki miðla persónuupplýsingum þínum utan Evrópska efnahagssvæðisins nema á grundvelli sérstakrar heimildar þar um og án þess að upplýsa þig um slíkt.

Réttindi þín

Þú kannt að eiga rétt til þess að fá aðgang að þeim persónuupplýsingum sem Reykjavíkurborg vinnur með í tengslum við umsókn þína. Þá kannt þú að hafa rétt til að andmæla vinnslunni, fá upplýsingarnar leiðréttar, krefjast þess að þeim verði eytt, að vinnslan verði takmörkuð og/eða að þú eða þriðji aðili fáir upplýsingar afhentar á tölvulesanlegu formi. Nánari upplýsingar um þessi réttindi þín má finna í persónuverndarstefnu Reykjavíkurborgar sem aðgengileg er hér.

Kvörtun yfir vinnslu

Sérstök athygli er vakin á því að sért þú ósátt/ur við meðferð Reykjavíkurborgar á persónuupplýsingum þínum getur þú ávallt haft samband við persónuverndarfulltrúa Reykjavíkurborgar eða sent erindi til Persónuverndar.

Hvernig notar Hitt Húsið myndefni í kynningar?

Með þátttöku í viðburði, dagskrá, sýningum og öðru starfi á vegum Hins Hússins veitir þátttakandi samþykki sitt fyrir því að Hitt Húsið megi nota myndefni frá viðkomandi í kynningarefni fyrir Hitt Húsið sem og til myndbirtingar í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum.  Sama á við um almennar gestakomur í Hitt Húsið eða áhorf á viðburði á þess vegum.

Myndefnið verður ekki til annarra nota en þeirra sem greint hefur verið frá hér að framan.

Ef einhverjar athugasemdir eða spurningar koma upp varðandi notkun myndefnisins er hægt að hafa samband við Forstöðumann Hins Hússins.