Hitt Húsið – Miðstöð Ungs fólks

VELKOMIN Í HITT HÚSIÐ!

Hitt Húsið er miðstöð ungs fólks þar sem ungmenni geta nýtt aðstöðuna til að syngja, dansa, dreyma, skapa, læra, spila, funda, -nánast hvað sem þeim dettur í hug!

Komdu og kynntu hugmyndina þína eða kíktu bara í kaffi og sjáðu hvað er í gangi. Hitt Húsið er rekið af Reykjarvíkurborg og er opið öllu ungu fólki á aldrinum 16-25 ára.

OKKAR MARKMIÐ

Að veita ungu fólki aðstöðu og aðstoð við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd.

Að endurspegla menningu ungs fólks.

Að veita upplýsingar og leiðbeina ungu fólki, í samstarfi við aðra fagaðila og samtök.

Að vera miðstöð ungs fólks í leit að sumarstarfi.

Að vera vettvangur fyrir félagsleg úrræði og ráðgjöf fyrir ungt fólk.